…ég er búin að vera á ferð og flugi undanfarnar vikur vegna þáttanna og hef mikið verið að þjóta inn í þær verslanir sem ég starfa með í þeim. Fyrir helgi var ég í Húsgagnahöllinni á Bíldshöfða og ég bara varð að taka nokkrar myndir og deila með ykkur en það er svo margt fallegt komið, og mikið verið að stilla upp á nýtt – þá er nú gaman að skoða…
…það er sérstaklega mikið af fallegum þurkuðum stráum til þarna núna, mæli með að skoða úrvalið…
…geggjað úrval af smávörum, gíraffarnir fannst mér einstaklega sætir…
…finnst líka áberandi hvað það eru mikið af fallegum litum í sófum…
…ursty orange, eiginlega alveg truflaðir…
…og dásamlega fölbleikir…
…speglaveggurinn var líka að heilla, svo margar nýjar týpur til…
…og þessi risa kúrusófi, svo flottur – en það er líka Tax Free af sófum núna…
…ég er svoldið komin með þennan hérna á langarann hjá mér – finnst hann vera alveg einstaklega stílhreinn og fallegur…
…bleikir kózýstóll með skemill, og þessi ljósakróna er æði…
…töff og fyrirferðalítil skrifstofueining…
…ég ELSKA púðadeildina þeirra, því að púðar eru einstakt blæði hjá mér og þarna eru til svo margir litir og útgáfur. Líka gaman að skoða þetta svona og auðvelt að match-a þá saman…
…en sko eldhúsdeildin núna, þar lenti ég í bobba…
…trébrettin sem voru að koma eru nánast ólöglega falleg…
…geggjaðar trémæliskeiðar og svo marmaravörur…
…ussssss sjáið bara hvað þetta er fallegt…
…og þessi marmaradiskur á tréfæti, hann bara þarf að komast heim til mín…
…annað sem er nýtt og spennandi eru vinylmotturnar, snilld í eldhúsið t.d…
…risastórir kringlóttir trébakkar…
…og þessi viðardrykkjardunkur, hann er líka svo fallegur sem punt…
…þetta er svo mikil hauststemming eitthvað…
…þessar diskamottur eru hver annarri fallegri, ég á þessar “blúndu” og þær eur í miklu uppáhaldi…
…endalaust af fallegu alveg…
…svo er líka bleik helgi núna um helgina:
Húsgagnahöllin styrkir bleiku slaufuna með 10% af söluverðmæti bleikra vara dagana 15.-17. oktober. Kíktu á bleika helgi í Höllinni eða verslaðu á netinu og legðu góðu málefni lið
Annars segi ég bara njótið helgarinnar ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥