…nokkrar myndir sem leyndust frá septemberlokum, og því ágætt að deila svona á sunnudegi – svona í rólegheitum. Þegar ég tek örlítið lengri leið heim til mín á Álftanesið, þá keyri ég hérna – og ef veður er fallegt, þá stundum bara verð ég að stoppa í smá stund og horfa. Stundum tek ég mynd, en stundum stoppa ég bara. Ég held reyndar að það sé kannski besta lexían, að læra að stoppa bara og horfa á það fallega sem er allt í kring…
…enda eru þetta þvílík forréttindi að hafa þetta fyrir augunum…
…eins má nefna fleiri litla hluti, eins og t.d. bara búntin af blómum sem við löbbum fram hjá þegar maður fer í Hagkaup – fegurðin í blómum er alveg mögnuð…
…njóta þess að finna sólina skína inn, þurfið þó ekki að liggja í gólfinu eins og Molinn gerir…
…fyrir mig er líka alltaf ánægja í að vera með fallega hluti í kringum mig…
…séð inn í eldhúsið okkar…
…haustsólin sem skín inn í borðstofuna…
…gamlar bækur í hillunni okkar, og sjáið þarna gömlu læknatöskuna sem ég keypti fyrir nokkrum árum á nytjamarkaði…
…eins og þið sjáið þá elska ég að nota stráin svona á haustin – finnst það þeirra tími…
…horft innan úr stofu og fram…
…styttist í það að laufin hverfi alveg af trjánum…
…að hafa myndir af krökkunum upp á vegg – það gefur mér alltaf gleði…
…þessi gervistrá frá Rúmfó finnst mér geggjuð inn í haustið…
…talandi um það sem er fallegt og gleði, hér er Molinn…
…sjá þessi risaaugu…
…kaupum stundum Browniebita í Costco og mér finnst fallegt að geyma þá svona…
…vona að þið eigið dásamlegan dag ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥