Innlit í Motivo á Selfossi…

…ég ætla bara að gera ráð fyrir að flestir hafi gert sér ferð á Selfoss til þess að berja nýja og fallega miðbæinn þeirra augum. Þvílíkt vel heppnað ♥ En það er alveg skylda að arka beint í “kastalahúsið” en þar er einmitt verslunin Motivo staðsett. Í henni getið þið fundið bæði fallegar gjafavörur og svo dásamlegan fatnað (á konur, börn og menn) auk þess sem Cintamani fæst þarna líka. Svo er líka huggulegt lítið kaffihús þar sem er hægt að tylla sér og njóta…

Pósturinn er ekki kostaður en ég hef veitt smávægilega ráðgjöf í ferlinu við breytingar/flottheitin skrifast samt alfarið á eigendur.

…en þessi verslun er virkilegt augnayndi og mig langaði að deila nokkrum myndum með ykkur. Ekki eins mörgum og mig langaði en það var svo mikið af fólki inni þegar ég kom að ég náði illa að taka myndir…

…það er svo mikið úrval þarna inni, bæði af íslenskum vörum og svo eru þessi fallegu klassísku merki eins og Kahler og Iittala til þess að nefna fáein (smellið hér til þess að skoða)

…og auðvitað fullt af Moomin – bollum, skálum og bara alls konar…

…og svo er auðvitað líka hægt að skoða í vefversluninni og kaupa – smella hér

…frábært úrval af íslenskum vörum…

…eins og fallegu vörurnar frá Heklu…

…og yndislegu púðana frá Lagður…

…og svo mikið meira…

…heyrðu já, og þið finnið fossinn þarna inni – ótrúlega flott…

…herravörurnar…

…fullt af fallegu frá Cintamani…

…kaffibarinn…

…og svo er þarna inni sennilega eitt smartasta sæti í verslun á Íslandi – geggjað…

…ég er búin að vera þarna eins og grár köttur og það er svo gaman að sjá þetta fæðast og hversu vel heppnað þetta er allt!

…og þegar ég fór um daginn, þá varð ég auðvitað aðeins að máta…

…en ég þarf líka að segja ykkur frá uppáhalds merkinu mínu sem þarna fæst en það heitir Freequent og ég get svo svarið það – ég á þennan kjól í held ég 4 litum…

…geggjaði gallajakkinn fékkst líka þarna, en ég fékk mér hann snemma í vor og er búin að nota hann stanslaust síðan…

Jakkann keypti ég sjálf!

…hér er stutt útgáfa, en hann er úr svona teygjuefni og er alveg draumur – krumpast ekkert og er bara eins og að vera í náttfötum…

….hahahaha þetta er eiginlega vandræðalegt, bláa útgáfan…

…hvíti kjóllinn er líka þaðan, svo fallegur og sparilegur…

…mosagræna útgáfan…

…og þessi hér – ohhhhhh lof it so…

…mæli svo sannarlega með ferð á Selfoss og skoða, og auðvitað að máta. Svo má alltaf skoða á heimasíðu og nýta sér sendingar í bæinn eða hvert á land sem er!

Smella hér til þess að skoða heimasíðu Motivo!

…vona að þið eigið dásamlega helgi, og njótið þess að gera eitthvað skemmtilegt ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *