Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir þriðju þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun.
Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið verkefni og þurfa íbúðareigendur að vera tilbúnir til þess að ræða um rýmið fyrir framan myndavélar.

Tökurnar fara fram á næstunni. Aðspurð hvað fólk ætti að vita áður en það sækir um svarar Soffía glottandi að þetta sé eins og að fá fellibylinn Soffíu inn í hús. Umsækjendur eigi að vera opnir fyrir breytingum og tilbúnir í framkvæmdir, því það lendi alltaf eitthvað á heimilisfólkinu hvort sem það er að mála eða annað.

Tekið er á móti umsóknum fyrir nýju þáttaröðina á netfangið skreytumhus@stod2.is og leggur Soffía mikla áherslu á að fólk sendi myndir með af rýminu því það auðveldar allt ferlið.
Hér er hægt að horfa á eldri þætti af Skreytum hús.