…mér finnst alltaf gaman að deila með ykkur rýmunum sem hún Joanna Gaines er að gera í nýju Fixer Upper þáttunum, og eftir að Magnolia lokaði fyrir Evrópu (nema þið séuð með VPN) þá veit ég að margir eiga erfiðara með að sjá þessar dásamlegu myndir. Þetta er úr þættinum nr.8 þar sem hjón voru að láta breyta hálfopinni hlöðu í gestahús fyrir soninn. Ansi hreint huggulegt að vera bóndasonurinn á þessum bæ 🙂
…alveg hreint mögnuð breyting – nánast bara nýtt hús…
…það er alveg ótrúlegt hvað bitarnir gera mikið…
…og eins eru gluggarnir alveg dásamlegir…
…hurðar í stíl…
…viðurinn í eldhúsinnréttingunni gerir þetta allt svo kózý…
…mjög einföld og stílhrein litapalletta…
…svo fallegt ljós…
…brúnir leðursófanir eru líka svo ótrúlega fallegir þarna inni, fá að njóta sín til fullnustu og gera hlýleikann. Svo eru þessar hurðar draumur…
…skrifstofan er í þessum mjúka græna lit…
…og líka svefnherbergið…
…alveg hreint dásamlega fallegt allt
All photos via Magnolia.com/Joanna Gaines – smella hér til þess að skoða (ef þið eruð með VPN).