Smá DIY í gangi…

…ég var búin að ganga með smá hugmynd í kollinum sem við langaði að ýta í framkvæmd og lét loks verða að. Til þess að gera þetta þurfti ég að nota 6 stk af Sommsted-speglunum frá Rúmfó, í stærðinni 40x55cm (eru því miður uppseldir), og ýmislegt annað smálegt sem ég notaði til þess að gera kózý í forstofunni hjá okkur…

Þessi póstur unninn í samvinnu við Rúmfó en að vanda eru allar vörurnar valdar af mér og hugmyndir frá mér komnar...

…það sem mig langaði að gera var að festa alla speglana saman á plötu og gera einn stóran “franskan” spegil úr. Við prufuðum að setja skúrfu í, því við vildum vera viss um að ramminn myndi ekki klofna og þegar það gekk upp þá héldum við áfram…

…við fengum 4mm þykka spónaplötu í Byko og svo var hafist handa við að mæla og reikna þetta út. Platan var fyrst söguð í rétta stærð og svo teiknaði bóndinn á útlínu sem hann átti svo að bora í til þess að hitta á réttan stað…

…speglarnir voru lagðir á gólfið og platan ofan á, og svo borað. Eiginmaðurinn setti límband á borinn til þess að merkja hversu djúpt hann mátti bora ofan í, og síðan voru speglarnir skrúfaðir fastir…

…fyrstu tveir komnir á, platan reist við og allt á sínum stað – áfram gakk…

…allir kantar voru svo málaðir svartir, til þess að ekki sæjist í þá…

…og la voila, þarna er hann mættur. Sá stóri franski…

…settur upp á ganginn, og ég tók í burtu kommóðuna og ég ELSKA spegilinn…

…mottan er ný í Rúmfó og mér fannst hún alveg ferlega flott, hægt að snúa henni á tvenna vegu – sem er alltaf snilld…

…þannig að hér sést spegillinn á ganginum aftur, og ég er enn að leika mér með hvað ætti að vera fyrir framan hann…

…Moli var í það minnsta ákveðinn í að vera fyrir framan, hann er alltaf tilbúin að pósa…

…ég notaði luktina flottu með einfalda lampanum innan í og prófaði að hengja þetta upp (hengið er bara svona útiblómapottahengi, fæst t.d. í Byko)…

…pósarinn…

…mér finnst líka alltaf fallegt að blanda smá mynstrum og áferðum og hér eru tveir mynstraðir púðar saman, en mér finnst þeir samt koma svo flott út…

…taskan var til í Rúmfó í sumar, en ég sá að það eru enn nokkrar til t.d. í Smáratorginu…

…síðan skellti ég aftur kommóðuna og nú er ég enn að spá hvernig lokaútkoman verður – en í það minnsta, spegillinn er kominn til þess að vera…

…hér getið þið séð þegar ég gerði þessi útgáfu af ljósinu fyrst – í þætti 1 af seríu nr.2

…Moli klessir sér alltaf upp við þessa kommóðu, því í henni er nammi sem hann fær eftir að hafa farið út…

…haustfílingurinn er mættur á ganginn…

…hér er listi yfir það sem ég var með:

Þessi póstur unninn í samvinnu við Rúmfó en að vanda eru allar vörurnar valdar af mér og hugmyndir frá mér komnar.

Þetta gefur ykkur vonandi smá innblástur og þessi hugmynd að speglinum er t.d. fremur auðveld í framkvæmd og ætti að vera nota alls konar spegla og ýmsar stærðir eftir hvað hentar ykkar rými!

Njótið dagsins ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *