…ég er alltaf að sjá það betur og betur að ég geri hreinlega ekki upp á milli árstíða. Ég ELSKA jólin, við vitum það alveg, og veturinn hefur svo mikinn sjarma með sínum köldu dögum, vorið er svo alltaf velkomið að loknum löngum vetri og sumarið – það jafnast fátt á við íslenska sumarið. Svo er það haustið, haustið er æði! Kózýfílingurinn, kertin og teppin og bastið og bara uppskeran. Þetta er einn uppáhaldstíminn minn t.d. til þess að versla mér föt, því að þau eru oftast fallegust á haustin að mínu mati og svo er að koma svo margt fallegt í búðirnar. Svona til þess að fleyta okkur inn í haustið og svo veturinn. Ég var því yfir mig hrifin þegar ég fór í Rúmfó á dögunum og sá allar nýju gordjöss haustvörurnar, úffff – þetta verða nokkrir póstar. En fyrst þetta, og er þessi póstur unninn í samvinnu við Rúmfó en að vanda eru allar vörurnar valdar af mér og uppstillingar/hugmyndir frá mér komnar...
…mig langaði að leggja á borð með ykkur og nota til þess fallega stellið sem er til í gráu og grænu, og auðvitað tauservétturnar sem eru svo geggjaðar…
Það er líka eins gott að það komi strax fram, að í lok póstins eru beinir hlekkir á allar vörurnar sem eru sýndar hér!
…svo eru þessi gylltu hnífapör ný, sérlega falleg áferð á þeim og falleg í laginu og sjáið bara þessar saladskeiðar…
…og hnífapörin eru að njóta sín vel á grófum strigalöberinum…
…sama má segja um saladáhöldin, og skálin – í þessum dásamlega bleika lit – er líka ný…
…minni diskurinn er líka til í gráu, ogmatardiskurinn og skálin í fölgrænum,
en mér fannst fallegt að blanda þessu saman…
…ég varð líka alveg hrein ansi mikið skotin í nýja hvíta vasanum, sem ég setti með svarta kringlótta vasanum sem hefur lengi heillað…
…þessi hefur staðið lengi inni í svefnherbergi hjá okkur og ég setit núna nýjar grænar greinar í hann sem mér finnst koma sérlega fallega út…
…fyrst notaði ég greinar úr garðinum ásamt fjaðragreinunum í vasan eeeeeeen…
…þessar skrautgreinar voru líka að koma inn nýjar, í tveimur mismunandi litum, og létu svo sem ekki mikið yfir sér…
…en þær urðu alveg geggjaðar þegar ég skellti með fjarðagreinunum, ásamt grænum- og stráum…
…það voru líka að koma inn snúin kerti í þremur litum sem mér fannst alveg kjörið að setja með…
…og mér finnst alltaf koma fallega út að nota trébrettin með í borðskreytingar…
…þessi voru í svona hörlit, brúnleit…
…mér finnst það líka koma með svo mikin haustfíling að setja bleika og græna tóninn með…
…og strigalöberinn og hörservétturnar geri sitt til þess að setja okkur í hauststemmingu…
…þið sjá líka sérlega krumpaðan hördúkinn í miðjunni, en stundum finnst mér það vera fallegt að leyfa efninu að vera svona krumpað – sérstaklega með svona grófari renningum eins og þessum úr striganum…
…kertið er í fallegu grænu glasi…
…og passar alveg við grænu skálina fyrir meðlætið…
….sjáið líka bara hvað gullið geriir mikið – gefur svo mikla hlýju…
…brúna kannan/vasinn finnst mér líka æðislega falleg…
…ég tók líka servétturnar og batt í lausan hnút og stakk skrautgreinum með – finnst það koma mjög fallega út…
Hér getið þið smella beint á feitletraðan texta til þess að skoða hlutinn á heimasíðu Rúmfatalagersins…
- ASKE salatáhöld 2 stk gyllt
- ALVIS vasi Ø20xH30 cm hvítur
- BALDUR kerti snúin H26 cm 4 stk
- LUSERN löber 40×150 cm
- MIKAEL hnífaparasett 16 stk gyllt
- NIELS skál Ø20xH10 cm bleik
- EDGAR kertastjaki 10xH10 cm
- DAVID skrautplanta H65 cm vöndur
- YNGVE krukka 17x13x18 cm
- SOFUS vasi Ø21xH21 cm hvítur/brúnn
- HELFRED skrautplanta H53 cm strá
- LEANDER skrautplanta H53 cm brún
- KJELL skurðarbretti 26×36 cm viður
- INGVART skál Ø15xH8 cm græn
- ELIAS diskur Ø20cm mintugrænn
- ELIAS diskur Ø27cm grár
- ELIAS skál Ø15xH6cm grá
- HARSYRA dúkur 140×240 cm natur
- HARSYRA tauservíetta 40×40 cm natur
- KRISTOFFER fjaðrastrá H80 cm skrautplanta
…ég er svo með fleiri myndir sem ég set inn á morgun, þar á meðan af einum nýja uppáhaldsvasanum mínum, hann er æði! Njótið dagsins ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
1 comment for “Fallega haustið…”