…sem er samt nýtt – fyrir mér. Sko það má alveg fullyrða að það er nóg af alls konar í eldhúsinu hjá mér, svona öðru en uppskriftum og eldamennsku 🙂 En engu síður þá er það þannig að ef ég sé eitthvað sem heillar, þá bara stenst ég það ekki…
…eins og þið sáið í þessum pósti hér – smella – þá heimsóttum við Litlu loppuna á Dalvík í sumar. Þar rak ég augun í þessa hérna tvo diska og það var eitthvað við þá að heilla mig. Blátt og hvítt er alltaf eitthvað heillandi, ekki satt?
…sá þá fyrir mér hangandi á vegg – nú eða bara til þess að bera fram á…
…þeir eru ólíkir en samt fannst mér þeir svo fallegir saman…
…svona til þess að prufa – þá skellti ég þeim í hilluna í eldhúsinu…
…en mest af öllu sé ég þá fyrir mér hangandi á vegg í sumarbústaðnum mínum – þessum sem ég á ekki! En hey, draumar kosta sko ekki neitt – nema þá verðið sem ég borgaði fyrir diskana fallegu…
…en það er svo gaman í svona fjársjóðsleit á nytjamörkuðum, þessi lampi er líka svoleiðis fundur!
Njótið dagsins ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.