Innlit í Jólahúsið…

…en það er alveg hreint möst þegar maður er fyrir norðan. Bakgarðurinn og svo Jólahúsið 🙂 Erum við ekki í stuði fyrir smá jól í júlí…

…sonurinn ákvað að endurtaka grín frá pabba sínum fyrir nokkrum árum, alltaf gaman að klassíkerum…

…og svo er það bara að stíga inn í töfraveröld jólanna………í júlí…

…en þarna er alltaf hægt að finna alls konar jóladásemdir…

…hér erum við í pastelpakkanum, minnir á bakarí og sykurský…

…geggjaðir hnotubrjótar…

…þessi glimmerhús, svo falleg…

…alltaf líka gaman að finna svona meira vintagefílings skraut. Eins og þessi krukkusveinn og svo fallega Betlehem-fjölskyldan á kúlú…

…ljósbláa og meira frosty-deildin, þessi María var frekar fyndin á svipinn 🙂

…svo fallegt glerskrautið með Akureyrarkirkju…

…svo krúttaralegar jólamýs í eldspýtupakka, awwww…

….ég elska fallega jólasokka og þarna voru nokkrir sem ég hefði getað hugsað mér að kippa með heim…

…þið sjáið að flestir ættu að finna eitthvað fallegt þarna…

…þessir hérna finnst mér æðislegir, svo töff…

…bara gordjöss…

…á leiðinni út var síðan geggjað að stoppa í eplakofanum og ná sér í smá gúmmelaði, og ég verð að mæla sérstaklega með vöflunum á priki – þær voru alveg jömmí!
Njótið verslunarmannahelgarinnar, farið varlega og skemmtið ykkur vel ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *