…ég virðist ekkert ætla að vaxa upp úr því að þykja það þægilegt að vinna á nóttunni. Þögn í húsinu, síminn hættur að hljóða og bara friður til þess að hugsa og vera.
Sérstaklega finnst mér það yndislegt á sumarnóttunum eins og þessari, þann 24. júní síðastliðinn. En ég sat við gluggann minn í skrifstofunni og horfði á þetta útsýni, og ákvað að ég gæti bara ekki meir – ég færi út að anda og vera.
…og það varð úr að rétt eftir klukkan tvö um nóttina fór ég út að Kasthúsatjörninni og tók þessar myndir…
…félagsskapurinn var líka góður og Molinn var aldeilis sáttur við þennan líka óvænta næturgöngutúr…
…eins og sést berlega á þessum myndum – bara kátur…
…þetta útsýni og þessi víðátta við húsið okkar, er eitt af mínum uppáhaldssvæðum…
…og alveg sérstaklega á kvöldum eins og þessu…
…enda er þetta líka bara mikilvægt, að kunna að meta þessar litlu stundir í kringum okkur…
…að vera með augnablikinu…
…og sjá fegurðina í kringum okkur…
…síðar um nóttina var ég næstum hlaupin út aftur – þegar ég stóð við gluggann og horfði á sólarupprásina…
…vona að þið eigið sérstaklega yndislegan dag. Ég ætla að fagna því að vera árinu eldri í dag en í gær, og njóta þess að vera með mínu fólki ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.