Ég elska að finna og skoða skemmtilega flóamarkaði og annað slíkt. Það er eitthvað æsispennandi við þessa fjársjóðsleit, þegar maður veit aldrei hvaða gersemar gætu birst og eignast nýtt heimili hjá okkur. Auk þess er þetta snilldar endurvinnsla og endurnýting – sem er alltaf af því góða.
Handan við fjörðinn frá Akureyri er Sigluvík, tekur bara nokkrar mínútur í keyrslu, og er svo mikið þess virði að kíkja við…
Smellið hér til þess að fylgja Flóamarkaðinum á Facebook!
…bærinn og bæjarstæðið í Sigluvíkinni er alveg sérstaklega heillandi…
…og það er nú alveg í stíl við húseigandann en það er dásemdin hún Kristín, sem er með Blúndur og blóm, sem þarna býr – og hún var einmitt með fallegu vörurnar sínar fyrir utan skemmuna…
Smellið hér til þess að fylgja Blúndur og blóm á Facebook.
Flóamarkaðurinn er síðan í höndunum á systur hennar Kristínar og var upprunalega í Dæli í Fnjóskadal…
…og svo er bara að skoða og njóta…
….enda stútfullt af alls konar þarna inni…
…þessir heilluðu mig alveg…
….og svo þetta stell – maður minn sko…
…sérstaklega fallegur þessi diskur úr Skálholtskirkju….
…gamlar jólakúlur…
…þetta er svo skemmtilegt að fara í svona fjársjóðsleit…
…eins og þið sjáið – þá er þetta staður sem er vel þess virði að stoppa við og skoða og njóta ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
1 comment for “Flóamarkaðurinn í Sigluvík…”