Fellihýsaskrautið…

Eins og alltaf þá þarf ég að punta eitthvað í kringum mig þegar við förum í fellihýsið (sjá eldri pósta hér). En ég ákvað að kíkja í Rúmfó og kippa með smávegis af nýju svona til þess að poppa þetta upp og nota í bland við það sem ég átti áður…

Pósturinn er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn, en allar vörurnar og uppsetning er valin af mér!

…fyrsta kvöldið setti ég strax upp nýju batterýslampana, en þessir finnst mér vera algjör snilld í tjöld, fellihýsi, hjólhýsi og allt svona. Engin eldhætta, bara kózýfílingurinn…

…það fyndna er að þetta er ekkert nýbyrjað að Soffia ferðist með hluti til þess að gera nærumhverfi sitt meira að sínu skapi. Til að mynda fór ég í æfingabúðir með kórnum mínum þegar ég var 14 ára og fór þá með plagötin mín með Kylie Minogue með mér, og auðvitað kennaratyggjó. Sama þegar ég fór 18 ára í bústað með kærastanum (nú eiginmanni) og ég ferðaðist með kertastjaka og meððí, synd að segja að maður hafi ekki gefið honum stax innsýn í þessa klikkunn og gefið honum séns á að flýja 🙂

…og eins og þið sjáið þá er elsku Raffinn enn með í för, en hann er alltaf á rúminu hjá syninum…

…kannan er sennilega 7 ára gömul frá Rúmfó og vörunafnið á henni var Soffia, viðeigandi ekki satt. Sama með trébrettið, en það er því miður líka gamalt og ekki lengur til. Batterýskertin eru líka alveg snilld í svona ferðalög…

…en það er geggjað að vera komin með svona góða og fallega birtugjafa sem er ekki eldhætta af…

…ég elska líka að skella svona þunnum ábreiðum ofan á sængurnar, þannig að maður geti lagst upp í á daginn og helst að hafa eitthvað kózý teppi líka – því svona oftast nær veitir ekkert af því á okkar blessaða landi. Jafnvel þó það hafi ekki verið raunin í þessari ferð. Svo er bara að hafa púða og allt þetta litla krull sem gerir allt fallegra. En við eigum ekki hýsið og því ekki kost á að mála eða breyta því þannig – en í raun er ég ekkert viss um að mig hefði langað til þess…

…trébakkinn er gamall og svo eru litlir hátalarar mjög mikilvægir í svona ferðir. Græna Ene teppið mitt er nokkurra ára gamalt og eitt af mínum uppáhalds, svo mikið notalegt og hlýtt…

…körfutaskan mín er orðin gömul, en það fást svipaðar í Rúmfó núna…

smella hér fyrir Mejse strandtöskuna

…því er ekki að neita að eftir svona fellihýsalíf þá er fátt betra en að komast heim til sín, svona á “fast land”…

…og mér fannst bara kjörið að skella púðunum beint út á pallinn, þeir eru pörfekt í það…

…vona að þið eigið yndislegan dag!

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *