Norður…

…var ferðinni heitið, í elskulegustu Akureyri til þess að vera og njóta í nokkra yndislega daga…

…ég ætla að gera alveg sérpóst um fellihýsa skraut og pælingar, sem er þá væntanlegur á næstu dögum…

…við vorum alveg hreint ótrúlega heppin með veður og vorum í rúmum 20 stigum og sól alla dagana…

…og nutum þess svo að kúra í fellihýsinu, sérstaklega fyrstu dagana þegar við vorum ekki orðin þreytt á hversu smátt hýsið er orðið með tvö svona stóra krakka með okkur 🙂

…við gistum á tjaldstæðinu Hömrum, sem var hreint paradís fyrir krakkana í þessu blíðskaparveðri, en þau gátu verið að leika sér í vatninu allan daginn, milli þess sem farið var með hunda í göngur inn í Kjarnaskóginn fagra…

…að fara út á bátana var mikið sport…

…litli uppáhalds kúrukallinn minn…

…við stunduðum miklar skógargöngur, enda er þetta svæði alveg hreint einstaklega fallegt…

…það var alveg hægt að gleyma sér þarna í lengri tíma…

….ég er sem sé ekki lengur ein í myndatökum…

…sjáið bara hversu undursamlega fallegt þetta er…

…ljósasýning á himni að kvöldlagi og kakóbolli með rjóma var síðan fullkomin endir á deginum…

…heimsókn í Jólahúsið er eitt af innlitunum sem í vændum er líka…

…heimsóttum Húsavík á leiðinni í Ásbyrgi og ég heillaðist af stóru vaðfuglunum þeirra…

…fallega Ásbyrgi í hlýju og yl, það er ekki hægt að kvarta yfir því…

…náði að smella af nokkrum myndum af mínu besta fólki þarna, svo dýrmætt…

…svo var komið við í Dimmuborgum og á Mývatni þar sem náttúran lék á alls oddi, og við vorum víst vel étin af mý (sem kom betur í ljós á næstu dögum)…

…blómaskreytirinn í skóginum að leika sér með hráefni…

…ég tel að biðukollur séu eitthvað það fallegasta sem maður sér svona í náttúrunni…

…gerði mér líka tvo vendi og skellti í vasa sem ég fékk mér í Flóamarkaðinum í Sigluvík, sem er annað innlit sem væntanlegt er…

…á heimleið var Siglufjörðurinn undurfagri sóttur heim, þarna þarf ég að stoppa og gista við tækifæri…

…meira segja timburmennirnir eru fallegir á Siglufirði

…heimleiðin var tekin með nokkrum stoppum fyrir Molaknús, og allt var svo fallegt í miðnætursólinni…

…og að lokum tók Álftanesið okkar á móti okkur, og í haganum urðu gleðifundir…

…en nóg af póstum framundan, hlakka til þess að deila þeim með ykkur  ♥

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *