Sumarósk…

…eða kannski enn frekar ósk um sumar! En mér fannst við hæfi, svona í stað þess að sitja bara að kvarta yfir veðrinu og öllu sem því fylgir, að setja frekar inn póst með dásamlega fallegu sumarhúsgögnunum sem ég sá í nýja sumarbæklinginum frá Húsgagnahöllinni, svona gera heiðarlega tilraun til þess hreinlega að kalla fram sumarið ♥

Pósturinn er unninn í samvinnu við Húsgagnahöllina, en allt sem er sýnt hér er valið af mér og eftir mínum smekk alfarið – eins og alltaf!

Smellið hérna til þess að fletta bæklinginum í heild sinni – GARÐHÚSGÖGN!

Svo er auðvitað hægt að skoða beint á heimasíðu Húsgagnahallarinnar með því að smella hér!

…fyrst af öllu eru það þessir hérna stólar, vá ég er alveg sjúk í þá – þetta eru svona stólar fyrir okkur “gömlu” hjónin til þess að sitja við opin eld og rifja upp gamlar stundir 🙂

…eru til í þessum veðraða gráa tón og svo svörtu – og auðvitað skemlar fyrir þreyttar fætur!
Ribbon, stólar, skemlar og höfuðpúðar – smella hér

…svo dásamlega falleg sófasettin í natur lit og með hvítum pullum, það er eitthvað einstaklega skandí og kózý við það!

…svo er auðvitað hægt að bæta við stólum og legubekkjum eftir þörfum!
Smella til þess að skoða Stockholm-línuna.

…ég er ótrúlega skotin í þessu hérna, það er eitthvað skemmtilegt við hornsófa, sem er hægt að splitta svona upp að þörfum – raða á ólíka vegu.
Smella hér til þess að skoða Bermuda settin í tveimur ólíkum litum.

Stockholm línan er líka til í gráu og með ljósgráum sessum, og hægt að blanda saman eftir þörfum!
Smella til þess að skoða Stockholm-línuna.

…ljósaseríur eru ómissandi hluti af því að gera fallega stemmingu, sérstaklega þar sem við erum að díla við misbjört sumarkvöld, svona eftir veðurfarinu sívinsæla. Hér finnst mér hugmyndin með að hengja bara upp fallega grein og setja seríuna í alveg æðisleg…

…svo er náttúrulega dásamlegt að hafa þetta svona í trénu með hengirúminu….
Smella hér fyrir seríur!

…ég var áður búin að gera póst og sýna ykkur geggjuðu plastglösin og karöflurnar sem eru til í Höllinni.
Smella hér til þess að skoða!

…og í sama póstinum sýndi ég undurfagra melamin settið Medusa…

…alveg hreint draumur í dós…

…þessi útiborð með steypu”look”i eru sennilegast með þeim smörtustu útiborðum sem ég hef séð…

…ég bara fæ ekki nóg af þeim. Til í tveimur stærðum, Q90 og Q120 að stærð…
Broste Fiber borð – smella

…annað sem er svona á eilífðaróskalistanum eru svona körfuhengistólar, ohhhh þeir eru svo kózý.
Útimotturnar er líka svo fallegar, og til í tveimur litum.
Útimottur – smella hér

Hengistólar – smella hér!

…svo þegar settin eru komin á sinn stað og allt sem þarf til þess að kóza sig, þá þarf að fegra og það eru til alls konar geggjaðir vasar, luktir og auðvitað körfur (fyrir blómin eða bara teppin, allt svona til að gera útisvæðið enn fallegra)…

…Verti veggpottarnir eru líka æðislegir svona utanhúss. Til í nokkrum litum og stærðum.
Smella hér til þess að skoða Verti!

Vona að þið eigið yndislega sólardaga framundan ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *