Aftur er ég að deila með ykkur myndum af fallegum blómum, en ég var enn og aftur í heildversluninni Samasem á Grensásvegi og gat bara ekki hætt að dáðst að dásamlegu afskornu blómunum sem þar eru.
Túlípanar og bóndarósir eru enn að koma inn í miklum mæli og það er víst óhætt að mæla með að njóta þeirra á meðan kostur er…
Afskornu blómin eru ekki til sölu fyrir almenning, það þarf kennitölu fyrirtækis til þess að versla, en þau fást almennt í blómaverslunum og svo er Samasem með blómin sem eru t.d. í Hagkaupsverslununum…
…en hins vegar geta allir verslað sumarblómin sem eru til þarna og þau eru dásamleg – athugið að þau verð sem þið sjáið eru án vsk…
…eitt af því sem er í miklu uppáhaldi hjá mér eru Eucaluptusar í pottum, en þeir eru hreint geggjaðir. Mér var sagt að það væru allar líkur á að ná þeim aftur til að vori og ég hlakka mikið til að sjá hvernig það verður…
…eins var Lavender-inn í pottum að heilla mig upp úr skónum, og ilmurinn sko…
…þannig að þegar heim kom, þá var bara að skella í vasa og njóta – þessir voru alveg einstaklega fallegir…
…byrjuðu svona penir og fínir…
…og opnuðu sig svo alveg og voru truflaðir bara…
…eins dásamlegu bóndarósirnar…
…svo er það úti á pallinum, en eins og áður sagði þá féll ég fyrir Eucalyptusunum og Lavender…
…ég valdi mér tvær týpur af eucalyptus, annar er fíngerði týpa en hin, en báðir geggjaðir. Stóri grái potturinn er frá Rúmfó…
…Lavender í potti á pallinum, svo fallegur…
…vona að þið eigið yndislega vinnuviku framundan ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥