Sumarblómin…

…ég held að ég hafi aldrei verið jafn sein að setja sumarblómin í pottana, og það sem meira er – ég er ekki enn búin að sækja pullurnar í útisófasettið fyrir sumarið. Þetta er að verða ansi hvimleitt að bíða og bíða, en það lætur vonandi sjá sig að lokum.

Ég sýndi ykkur innlit í Byko í seinasta pósti og þar sótti ég mér líka sumarblóm til þess að gera heiðarlega tilraun til þess að ákalla sumarið til mín, auk þess finnst mér það bara vera svona hluti af þessu öllu að vera komin með þau út fyrir 17. júní. Sjáum hvað verður 🙂

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Byko!

…ég er búin að vera með þessa sýprusa fyrir utan hús síðan í fyrra, og þeir eru í raun ótrúlega góðir ennþá. Þannig að ég ákvað að fara yfir þá og taka í burtu brúnar greinar, bara með því að bursta trén með höndunum…

…síðan setti ég með Snædrífu og skrautkál, ásamt nokkum stjúpum. Svo er bara að sjá hvernig þetta plumar sig í kuldaköstunum sem við erum búin að vera að upplifa…

…í beðinu fyrir utan hús þá erum við með stóran trjátrumb sem við settum niður, svo setti ég tvo skriðmispla niður og þeir eru núna að þekja fallega beðið og búnir að skríða yfir trumbinn. Ég ákvað því að fá mér einn til viðbótar sem ég setti við bekkinn í beðinu og hlakka mikið til þess að sjá hann skríða af stað og dreifa úr sér…

…eins setti ég saman í pott sýpris sem er búið að klippa í kúlu, ásamt dahlíu og skrautkáli og ég er svo skotin í hvernig þetta kemur út…

…arininn er frá Byko en eflaust orðinn 2já ára gamall, sama má segja um luktirnar…

…þessi skál er búin að standa úti í nokkur ár, og ég fékk hana á nytjamarkaði, og ég bara spreyja hana reglulega. Í hana eru komar nokkrar stjúpur og bellis, ásamt nellikkum…

…og í skálina á borðinu fór líka bellis og nellikkur, ég er að elska þetta svona saman…

…en eins og áður sagði, gróðurinn er kominn óvenju stutt á leið og fer vonandi að taka við sér hvað á hverju,,,

…og við lurka í beðinu stakk ég niður einum hjartasteinsbrjót…

…en ég er bara svo ánægð með útkomuna – einfalt en fallegt…

…fallega kvöldsólin…

…sem var að njóta sín til fulls úti í garði…

…og auðvitað á pallinum og þar eru glugganir alltaf að sanna sig enn betur, en ég vona að þið eigið yndislega helgi framundan 

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *