…en svona þar sem 17.júní er framundan, þá kýs ég að trúa að okkur sér loksins óhætt að setja út sumarblómin og njóta. Eins eru tilboð í gangi vegna sumarhátíðar, og þið getið kynnt ykkur þau með því að smella hér!
…það er svo mikið af fallegum sumarblómum til – og úrvalið ætti að vera til þess að allir fá það sem þeir vilja…
…mér finnst þessi hérna, Bellis, alveg einstaklega falleg. Svo fínleg og krúttleg eitthvað…
…yndislegar hortensíur…
…og ég veit að það voru margir að dáðst að blómakassanum á pallinum hjá okkur – en það var einmitt svona kassi og svo skelltum við bara skrautgrind aftan við…
…alls konar fallegar litlar vökvakönnur, ekki bara nytsamlegar heldur líka fallegar til skrauts…
…þessir litlu sniðugu hlutir, eins og vatnsslanga sem dregst út í 22m – eða led sólarselluljós, snilld í beðin…
…falleg fuglahús, til þess að hengja upp eða festa…
…og auðvitað allt fyrir garðinn og garðvinnuna…
….þessir gróðurturnar finnst mér alltaf flottir…
…svo eru æðislegir blómapottar til og þessi blóm eru gervi og endast því að eilífu…
…talandi um blómapotta, það er sko nóg til….
…bullandi skandí rómantík…
…ok sko, ég drekk ekki – en myndi segja að þetta væri svona ekta breezer-kassi á pallinn, með upptaka og allt…
…þessar glerkrukkur finnast mér dásamlega fallegar – svo fínlegar…
…svo flott glerkrukka, ekta í eldhúsið…
…og svo mikið af fallegum nytjahlutum, sérstaklega í svona sumarlegum litum – og auðvitað trébretti…
…það er líka mikið til af plastboxum í eldhússkipulagið – smella hér!
…svo mikið af flottum vatnsflöskum…
…blómastandar og svo flottar þessar bastluktir…
…þetta er víst aðalgræjan þessa dagana…
…jú og svo þessi…
…geggjaðir blómastandar…
…ég dvaldi líka við þarna í dágóða stund, enda er ég mikið að hugsa um skipulag fyrir garðskúrinn okkar þessa dagana…
…næsta mál á dagskrá er svo að sýna ykkur sumarblómin sem ég setti fyrir utan og líður því loksins eins og að sumarið sé komið til að vera ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!