…en ég var að skoða á heimasíðunni þeirra og sá að það var að koma nýtt merki, og ég nánast hljóp af stað. Elska þegar það koma svona línur sem eru næstum gerðar “bara fyrir mig” – og svo alla hina, en mest fyrir mig 🙂
Merkið heitir Muubs og það er einstaklega margt fallegt í eldhúslínunni þeirra, sem ég ætla svona að einblína á hér á þessar vörur í bland við fleiri dásemdir…
Smellið hér til þess að skoða Muubs á heimasíðunni
…þessar glerkrukkur með trélokinu eru geggjaðar, og staflanlegar…
…og þið sjáið hverjir eru komnir aftur – eftir langa bið! Þeir eru svo geggjaðir þessir diskar, sem þið spurðuð svo margar um þegar ég var með þá um jólin. Þetta er víst líka seinasta sendingin, þannig að það er eins gott að stökkva…
Broste diskur á fæti – stærri
Broste diskur á fæti – minni
…ég týndi saman nokkra dásamlega hluti til þess að stilla upp hérna heima og sýna ykkur…
…mig langaði svo að stilla upp svona fallegu borði og það var nú ekki erfitt með alla þessa fegurð…
…ég á einmitt þessar diskamottur í natur lit, en núna notaði ég svartar og mér finnst þær alveg ferlega töff. Svo þegar ljósir Broste diskarnir og hörservétturnar gefa þessu mýkt þá er þetta allt að virka saman…
…þessi vasi var alveg að heilla mig, og hér sjáið þið einmitt diskana á fæti notaða sem upphækkanir á borðinu…
…blómin eru blanda af þurrkuðum stráum og gerviblómum, þannig að þetta er eilífðarvöndur, en þið sjáið hvað hann er fallegur…
…glerkrukkurnar fallegu sem staflast, og svo finnst mér þessi litli vasi með doppunum alveg geggjaður…
…eins eru þessir hérna kertastjakar alveg að heilla, svona passlega rustic…
…Broste tauservétturnar eru svo fallegar, í svona næstum beislitum bleikum tón, sem er hægt að ýkja aðeins með bleikum fylgihlut eins og glasinu…
…en þessi finnst mér æðisleg, sérstaklega svona til þess að kippa með út á pall…
…og þetta trébretti er síðan eitt það flottasta, þvílíkur hnullungur…
…ég held líka að þetta sé með flottustu eldföstu mótum sem ég hef séð, með loki og korkurinn er laus þannig að hitaplattinn undir fylgir með…
…þetta kemur kannski smá haustlega fyrir sjónir, en það passaði svo sem við veðrið sem var í gær, svona haustlægð í maí…
…mig langaði svo að sýna ykkur þetta annars staðar en á borðinu…
…stóri vasinn er alveg æðislegur, enn og aftur – passlega rustic…
…og enn og aftur þá er það svo fallegt að stilla upp svona með gordjöss nytjahlutum…
…og þessir kökudiskar sko, þeir eru geggjaðir!
Njótið helgarinnar ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!