…meira af punti og uppstillingum. Er það ekki bara viðeigandi svona þegar sólin skín á okkur á degi hverjum, næstum því, í það minnsta hér á höfuðborgarsvæðinu. En ég var að stilla aðeins upp í Rúmfó á Smáratorgi og hér fáið þið nýjustu myndir…
…mér fannst græna skálin alveg fullkomin svona á pallinn, með loki þannig að hægt er að vera með smá nammi og svona og hægt að loka fyrir…
…er svoldið mikið spennt fyrir að fá mér svona borðapar, svona til þess að breyta til úti á palli…
…hér eru bara grænar greinar sem ég braut og raðaði saman, finnst það koma skemmtilega út…
…svo eins og alltaf, þá eru það púðar og svoleiðis sem gefa lit og karakter…
….ég er líka mjög svo sjúk í þessar basttöskur…
…ahhhhh gleðin þegar að ljós og skuggar leika saman…
….og svo þarf alltaf dass af grænu með, hvort sem það er alvöru eða gerviblóm…
…ég er líka alveg að elska hengirúmið, sem er mjög svo líkt því sem við eigum…
…og svo er fallegt að blanda viðnum með, bæði í luktum og í blómakerum…
…það gefur svo mikinn hlýleika og karakter…
…og svona balar fyrir sumardrykkina, þeir eru bara alveg möst!
…hringir með grænu og smá ljósum…
…vona að þið eigið svo bara dásamlega helgi framundan, og gleðilegt Eurovision – áfram Ísland! ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥