…eins og ég sagði ykkur í gær þá stillti ég upp fyrir framan nýju búðina í Reykjanesbæ og var alveg í stuði þar, með alls konar bleikt og “girly” svona af því bara. Líka að koma sumar og því alveg kjörið að leika sér aðeins með þetta.
Látum myndirnar tala…
…þessi hægindastóll er svo flottur og stílhreinn. Nettur svona 50s fílingur í honum en fer líka svo lítið fyrir honum að hann kemst bara alls staðar fyrir. Svo fannst mér æði að vera svona bleik með, gardínur og hliðarborð (fást í fleiri litum, eru svona lítil bakkaborð sem eru snilld), og auðvitað skemill fyrir lappirnar til þess að hafa extra kózý…
…Virum glerskápurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og hér er hann að njóta sín vel. Þessir blómastanda passa líka svo vel með honum, eru svona næstum sama “snið” á þeim…
…bleiku velúr borðstofustólarnir urðu að fá að vera með, og það sem það breytti miklu að setja upp fallegar þunnar gardínur við…
…ég er líka ferlega skotin í nýju bambusgerviblómunum sem er ég með ofan í bastkörfum hérna fyrir neðan. Þau er bara flott…
…svo svona til þess að gefa ykkir betri yfirsýn…
…þessir bleiku tónar eru svo fallegir…
…smá dramatík í borðskreytingum…
…blóm og púðar…
…og það er alltaf geggjað að eiga flottar luktir og nota inni við yfir veturinn og færa svo út á pall yfir sumarið…
…eins er geggjuð fjaðrastráin sem eru til í nokkrum litum, bara falleg…
Hér er síðan listinn yfir það sem þið sjáið hérna:
Bakkefiol púði
Intrup hilla
Kastrup stóll
Kugelask púði
Odin vasi
Godske gerviblóm
Torgeir þykkblöðungar
Jimmi geymslukassar
Abel bastkörfur
Ringsted borðstofuborð
Clemme greinar
Intrup hilla
Torlek skraut
Valeriana púði
Detlef blómastandar
Kugelask púði
Reinar lukt
Villads lukt
Erling brassbakki
Dverglo bambusblóm
Mathias vasi
Randerup bakkaborð
Virum skápur
Steinar þykkblöðungur
Kristoffer fjaðragreinar
Safferup hægindastóll
Sandfiol teppi
Neble skemill
Eirik bastkarfa
Arnold ljós
Svenn gerviblóm
…annars vona ég bara að þið eigið yndislega helgi framundan – njótið ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥