Skreytum Hús – 2. þáttaröð – 6. þáttur…

…vá hvað þetta leið hratt – seinasti þátturinn kominn í loftið. Þetta er búið að vera hreint geggjaður tími, brjálað að gera – en svo skemmtilegt og ég hef verið svo einstaklega heppin með alla sem hafa tekið þátt – bæði í þessari seríu, sem og í þeirri fyrstu. Takk fyrir frábærar viðtökur við þáttunum og gjörið svo vel, 6. þátturinn…

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 2 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!

Eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn!

Þátturinn í dag er mér ansi hreint dýrmætur, en ég fékk aftur tækifæri til þess að leggja Samhjálp lið, líkt og við gerðum í Hlaðgerðarkoti í fyrstu seríu, en núna er það Brú sem við ætlum að taka eina íbúð og breyta í þægilegt pláss þar sem fólk getur komið saman, haldið fundi og bara almennt styrkt félagsleg tengsl sín á milli! Eftirfarandi texti er frá henni Helgu Lind, sem er félagsráðgjafi og forstöðukona í Hlaðgerðarkoti, og hreint bara dásamleg á allan máta ♥

“Áfangaheimilið Brú er búsetuúrræði fyrir fólk sem er að koma úr áfengis- og vímuefnameðferð. Á Brú eru 18 einstaklingsíbúðir þar sem fólk getur búið í allt að tvö ár eftir meðferð. Markmið er veita samfellda þjónustu og styrkja einstaklinginn til virkrar samfélasgþátttöku, svo sem með stuðningi út á vinnumarkað í nám og/eða í starfsendurhæfingu, eftir áfengis-og vímuefnameðferð. Samfélagsfélagslegur ávinningur af verkefninu er ótvíræður þar sem markmiðið er að fleiri komist út á vinnumarkað og/eða í nám.

Það að halda utan um einstaklinga og halda áfram stuðningi eftir meðferð er gríðarlega mikilvægt. Til að mynda hafa niðurstöður fræðirannsókna um búsetu á áfangaheimili að lokinni áfengis-og vímuefnameðferð sýnt fram á aukin árangur í fráhaldi frá áfengi-og vímuefnum, betri sálfélagslegri líðan, minni afbrotatíðni og meiri líkur á endurkomu á vinnumarkað.

Eitt af því hættulegasta fyrir einstakling sem er að koma úr meðferð er félagsleg einangrun og því er jafningastuðningur og félagastuðningur gríðarlega mikilvægur eftir meðferð.

Við í Samhjálp höfum því ákveðið að breyta áherslum á áfangaheimilinu og auka félagslega tenginu á milli einstaklinga sem búa á Brú. Til að gera þetta ætlum við ætlum því að taka eina íbúð  á áfangaheimilinu undir einskonar félagsmiðstöð. Þar hitta íbúar á heimilinu starfsmann á hverjum morgni á morgunfundi og farið er yfir hvernig staða einstaklingsins er. Einnig geta íbúar áfangaheimilinu hisst í íbúðinni á hvaða tíma sem er og spilað, borðað saman, horft á sjónvarp o.s.f. Einnig mun félagsráðgjafi geta komið og hitt fólk með reglulegu millibili og aðstoðað einstaklinga við að setja sér heildstæða enduhæfingaráætlun og tengja aðila við réttar þjónustustofnanir.

Það að fá aðstoð við að útbúa slíkt rými yrði ómetanlegt fyrir okkur og þá einstaklinga sem eru að taka fyrstu skrefin út í samfélagið á ný eftir oft löng og erfið neyslutímabil.”

Að vanda byrjum við á að skoða fyrirmyndirnar, en eins og sést þá var rýmið ekkert sérstaklega að taka utan um fólk, og bjóða þeim upp á kózý stað til þess að eyða tíma og njóta þess að vera saman…

…þá er bara að hefjast handa og fara í pælingarnar, og fyrst af öllu þá fundum við rétta litinn. Í þetta sinn valdi ég Draumgráan úr litakortinu mínu hjá Slippfélaginu, en þetta er einmitt liturinn sem ég er með hérna heima hjá okkur í alrýminu. Hann var eiginlega alveg kjörin þarna inn, alls ekkert krefjandi litur en mjög þægilegur og ekki of dökkur. Við ákváðum líka að mála bæði loft og veggi þarna inni, til þess að skapa notalegra rými…

…næsta vers var síðan að finna fallegt parket. En það var gullleitur dúkur á öllu rýminu sem er alltaf ákveðin svona “stofnanabragur” á og við vissum að með því að mála og parketleggja, þá væri strax orðin gífurleg umbreyting á rýminu.

Parket sem við völdum inn heitir Krono Original Harðparket Longbow Eik 192x1285mm, 8mm frá Byko. En þetta er gífurlega fallegt harðparket, hvíttað og það birti svo mikið til þarna inni með nýju gólfefni, og í raun stækkaði rými bara um nokkra fermetra um leið, svona næstum þið vitið…

Smella hér til þess að skoða Krono Harðparketið frá Byko
Undirlag er síðan nauðsynlegt með – smella hér

…þið sjáið líka bara svo vel hérna, muninn á parketinu og dúkinum sem var fyrir…

Hvítir gólflistar, auðvitað frá Byko, settu síðan alveg punktinn yfir i-ið og gerðu allt fallegra!
Smella hér fyrir gólflistana

…svo er það bara að finna inn allt það “rétta” sem þar til þess að skapa þægilegt rými. Þetta mátti ekki vera of kvenlægt, enda eru það bæði kynin sem eru þarna inni, og í raun oftar meira af karlmönnum. Þannig að ég reyndi að passa það vel að vera á línu sem myndi henta sem flestum. Setjum saman moodboard fyrir rýmið og skellum okkur svo í myndir…

Parket – Byko
Littur á veggjum – Draumgrár Slippfélagið
Gardínur hvítar þunnar – Rúmfatalagerinn
Gardínur velúr gráar – Rúmfatalagerinn
Púðar – Rúmfatalagerinn
Ljós – Rúmfatalagerinn
Lukt – Rúmfatalagerinn
Sófar – Dorma
Kastarar – Byko
Sófaborð – Dorma
Svartur skemill – Dorma
Motta – Húsgagnahöllin
Klukka – Dorma
Hægindastólar – Húsgagnahöllin
Karfa – Rúmfatalagerinn
Blóm – Dorma
Skemill með geymslu – Dorma
Blómaborð – Rúmfatalagerinn
Borðstofuljós – Byko
Bekkir – Rúmfatalagerinn
Bastdiskamotta – Rúmfatalagerinn
Gullbakki – Rúmfatalagerinn
Kózýteppi – Rúmfatalagerinn
Borðstofustólar – Rúmfatalagerinn
Borð – Húsgagnahöllin
Gerviblóm – Rúmfatalagerinn
Vegghillur í eldhúsi – Dorma
Smáhlutir í hillum – Byko
Hangandi blóm – Rúmfatalagerinn

…og útkoman, hún var bara sérdeilis fín og það verður að viðurkennast að munurinn er ansi hreint sláandi ♥

…ég valdi fallega Nirmal mottu frá Húsgagnahöllinni þarna inn, en motta er svo góð leið til þess að afmarka svæði, skapa notalega stemmingu og í raun bara instant hlýleiki…

…annað sem var mér mjög hugleikið var að finna einhverskonar lýsingu eða listaverk á vegginn. Eitthvað sem myndi “fylla” upp í vegginn en helst ekki mikið af hillum sem myndu safna ryki. Mér datt í hug að finna bara falleg veggljós, en þau þurti helst að vera vel stór, svona til þess að það myndi passa hlutfallslega að vera bara með ljós fyrir ofan sófa, en ekkert annað!

Ég var svo í Rúmfó þegar ég rak augun í bastluktir sem voru að koma inn fyrir sumarið og ég var eiginlega um leið viss að þetta væri alveg málið. Svo þegar ég mátaði lampa sem fæst á sama stað ofan í, og hann smellpassaði, þá var þetta ekki flókið mál að sjá lokaútkomuna fyrir sér, vantaði bara smá sprey með…

…ég fjarlægði handfangið af luktinni, hún var svo spreyjuð og fékk að þorna vel. Svo var luktin einfaldlega skrúfuð beint á vegginn…

…það var svo borað gat í gegnum botninn á ljósinu og það síðan skrúfað við vegginn líka, innan í luktinni…


Peran sem fylgir með passaði ekki ofan í luktina og það var líka fallegra að kaupa peru í Byko sem var með svona krómstykki ofan á, til þess að birtan flæði betur til hliðanna. Þið sjáið líka hvernig þetta er fest hér á myndinni..

…ég ELSKA þessi ljós sko. Mér finnst þetta koma svo fallega út og varð bara eins og listaverk þarna inni…

…mér fannst fallegu koníakslituðu Licata sófarnir frá Dorma vera alveg það sem mig vantaði þarna inn til þess að koma með hlýleika, og svo eru þeir líka einstaklega þægilegir til þess að sitja í…

…og þar sem þarna eru oft margir inni, þá valdi ég að vera með þyrpingu af smáborðum og skemmlum, í stað þess að vera með eitt stórt sófaborð. Þá er hægt að leggja frá sér kaffibollann, nú eða draga bara skemilinn undir fæturnar og hafa það þægilegt…

…og eins og alltaf, eitthvað smálegt á borðið…

…ég fann síðan þessa snilldarhægindastóla í Húsgagnahöllinni, en fer alls ekki mikið fyrir en eru vikilega þægilegir og töff…

…það var gardínubraut í loftinu sem við héldum og ég valdi þunnar hvítar gardínur frá Rúmfó yfir allan vegginn, en ég vildi líka endilega hafa þykka gráa vængi til þess að hafa til hliðanna, því að það rammar svo falleg inn og gefur þennan kózýfíling sem við viljum inn. Auk þess erum við með gráa tóna í borðstofustólum og hægindastólum, og púðum, þannig að við erum svoldið að tengja saman litina…

…á bak við sófann kemur síðan útskot, sem var tilvalið fyrir blómasúlu og smáblóm svona til þess að gera meira grænt og vænt þarna…

…svo var það veggurinn langi, þar sem áður var sjónvarp (sem kemur kannski inn aftur síðar). Ég vildi bara endilega vera með bekki eftir öllum veggnum. Þá væri hægt að koma næstum endalaust af rössum í sæti þarna, auk þess sem hægt ert að skella sjónvarpi þarna á og bara nota eins og þægilegast er. Ég valdi útibekki frá Rúmfó, vegna þess að þeir eru 120cm á breidd og það passaði bara best þarna inn. En það er líka snilld að geta kippt þeim út ef íbúar vilja hafa grill eða annað slíkt úti við…

…og með því að skella púðum og gærum á bekkina, þá verða þeir þægilegri til setu…

…auk þess eru þeir líka aukasæti við borðið sem ég setti þarna inn. Svona ef fólk vill geta setið og borðað saman, eða haft spilakvöld eða eitthvað slíkt…

…gráir stólar frá Rúmfó við borðið sem er frá Húsgagnahöllinni…

…svo fannst mér líka skemmtilegt að setja bara ofureinfalda diskamottu, vatnsflösku og nokkur glös á borðið. Það þarf ekkert alltaf að fylla allt af punti og prjáli, þarna erum við bara að stilla upp með því sem er hægt að nýta. Diskamottan og glösin frá Rúmfó en flaskan frá Byko…

…loftljósið finnst mér líka alveg geggjað. Það er nógu látlaust til þess að vera ekkert yfirþyrmandi þegar maður kemur inn, en það er samt alveg bullandi drama í því – sem er eitthvað sem ég elska…

…loftkastararnir eru sömuleiðis frá Byko…

…klukkan er í gífurlegu uppáhaldi hjá mér en ég fann hana í Dorma. Alveg geggjuð, svo voru líka fallegu veggblómapottarnir frá Húsgagnahöllinni settur upp á vegginn, svona til þess að vera með smá grænt með…

…það eru alls konar bækur og bæklingar sem þurfa að vera aðgengileg og litla hillur frá Rúmfó voru alveg fullkomnar lausnir undir svoleiðis…

…svo var það eldhúsinnréttingin sem tók smá svona vaxtarkipp í þessu ferli. Við tókum eldavélina í burtu, enda var hún ekki notuð þarna inni. En þess í stað settum við ísskáp, og síðan hillur á milli hans og gamla skápsins var var lakkaður (sérpóstur síðar). Einföld leið til þess að stækka innréttinguna án mikils tilkostnaðar…

…borðplatan er æðisleg, passar svo vel við parketið. Auðvitað líka frá Byko og heitir White Halifax Oak

…eins er sniðugt að sýna að við notuðum hvítu gólflistana líka meðfram veggnum við borðplötuna, svona til þess að laga það að veggurinn var ekki alveg beinn og svo varð þetta líka bara flottara look…

…við erum svo með skáp til þess að geyma alls konar dóterí, en líka þessar geggjuðu opnu hillur frá Dorma sem er hægt að leika sér endalaust með uppröðun í. Elska ég það, ójá ♥ Ég notaði hér líka bara nytjahluti sem ég raðaði fallega upp og þetta verður eins fallegasta stáss – flest það sem er í hillunum kemur frá Byko…

…þetta sett af glösum og könnu er í sérstöku uppáhaldi, líka frá Byko…

…ég fékk þá ánægju að vera á staðnum þegar íbúarnir komu þarna inn, og að finna hvað allir voru ótrúlega ánægðir með þetta, og í raun bara spenntir að vera komin með stað sem hægt að hittast á og njóta þess að vera saman – það var mér ótrúlega dýrmætt.

Ef þú vilt styrkja Samhjálp í áframhaldandi uppbyggingu þá er hægt að gerast vinur Samhjálpar á síðunni: https://www.styrkja.is/samhjalp

Það er ekki á hverjum degi sem svona prófessíonal púðaraðari eins og ég, fær að upplifa að maður sér í raun að láta gott af sér leið. Takk fyrir mig ♥♥♥

Skoðum að lokum fyrir og eftir myndirnar saman…

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

4 comments for “Skreytum Hús – 2. þáttaröð – 6. þáttur…

  1. Jane Petra
    13.05.2021 at 20:40

    Sæl Soffía,
    Búið að vera ótrúlega gaman að horfa á alla þættina þína í þessari seríu, og líka fyrstu seríunni þinni. Allt svo ótrúlega fallegt og þú með svo sniðugar lausnir.
    Áfram þú 😀

  2. Sigrún
    10.08.2022 at 08:37

    Vá… þvílík breyting, snildarlausn hvernig þú breyttir eldhúsinu. Gaman að fylgjast með því sem þú gerir.

  3. Anonymous
    10.08.2022 at 19:06

    Þú ert nú alveg met. 🙂
    Getur breytt ótrúlegustu rýmum í eitthvað allt annað. Vel gert.

  4. 14.11.2022 at 09:06

    Mega flott útkoma og svo upplýsandi hvar munirnir fást.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *