…ótrúlegt en satt, þá er það komið að næstseinasta þættinum í þessari seríu. Vá hvað þetta er búið að líða ótrúlega hratt og vera geggjað skemmtilegt.
Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 2 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!
Eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn!
…í þættinum í dag kynni ég ykkur fyrir henni yndislega skemmtilegu Helgu og hennar fallega heimili. En hún hafði samband við mig og vildi endilega breyta stofunni sinni algerlega. Í raun og veru bara að taka allt úr og setja inn nýtt, finna sér nýjan takt…
…byrjum á að sjá fyrir myndirnar, og takið sérstaklega eftir hvað hún Helga á mikið af fallegum og skemmtilegum skrautmunum og myndum. Eitthvað sem mig langaði sérstaklega að ýta undir. En að hennar beiðni, þá vildi hún breyta miklu – í raun langaði hana bara að ég kæmi henni alveg á óvart og hún myndi ekkert vita hvað kæmi inn. En mér fannst mikilvægt að hún yrði með í að velja…
…það var svo greinilegt að Helga hafi gott auga fyrir alls konar skemmtilegum hlutum til skreytinga, og allir smámunir voru í raun í ósamræmi við húsgögnin. Þannig að þegar við fórum að tala saman, og þegar ég sendi henni fyrsta moodboardið, þá var það í þessa átt – litskrúðugt og meira í áttina að því sem ég sá heima hjá henni…
…en þá fékk ég skilaboð frá Helgu og hún var búin að velja sér lit og mála. Liturinn sem varð fyrir valinu er Rómó2, sem er í litakortinu mínu hjá Slippfélaginu…
…þar með var Helga búin að setja fyrsta tóninn, alveg eins og þetta á að vera og eftir að við fórum að skoða alls konar sófa og húsgögn, þá varð þetta moodboard til:
Litlar hillur í þremur stærðum – Dorma
Sjónvarpsskápur – Rúmfatalagerinn
Glerskápur – Rúmfatalagerinn
Baðmottur – Rúmfatalagerinn
Blómastandur – Rúmfatalagerinn
Ljósakastarar – Byko
Blómastandar – Rúmfatalagerinn
Skemill – Dorma
Bakki – Rúmfatalagerinn
Sófi – Dorma
Púðar – Húsgagnahöllin
Spegill – Rúmfatalagerinn
Glerborð – Dorma
Motta – Rúmfatalagerinn
Hliðarborð – Rúmfatalagerinn
Gylltir stjakar – Rúmfatalagerinn
Stólar – Rúmfatalagerinn
Borðstofuborð – Húsgagnahöllin
Spegill – Húsgagnahöllin
…við fundum alveg geggjað parket í Byko, ljóst og fallegt eikar harðparket sem virtist stækka allt rýmið um 60% um leið og það var komið á – húrra!
Þið getið smellt hér til þess að máta mismunandi parket inn í rými og prufa ykkur áfram!
Nú svo þegar allt er komið á sinn stað – þá er þetta útkoman.
Dásamlega hlýleg og falleg stofa, þó ég segi sjálf frá…
…fyrsta versið var algjörlega að finna sófann. Stórann og flottann sófa sem væri þægilegt að kúra í en jafnframt líka fallegur. Þessi er líka svo fallegur við litinn á veggjunum og hlýlegur…
Í Dorma fundum við þennan hornstófa, sem er auðvitað ekki í horni. En það gerir heilmikið að nota hann til þess að stúka stofuna svona í tvö rými, setustofu og borðstofu í raun og veru. Hann er líka með svo töff og stílhreinar lappir…
…það var líka svo fallegt að vera með svona fallegan, hlutlausan sófa og leyfa svo listaverkunum og púðunum og öllu hinu að poppa fram og njóta sín í botn…
…mottan er líka svo falleg og hlýleg, gefur manni bara kózýfílinginn beint í æð. Fékkst í Rúmfó.
…vildi líka hlutlausa mottu sem myndi leyfa parketinu að njóta sín til fullnustu…
Hún leyfir líka borðinu að njóta sín, sem og skemlinum – bæði frá Dorma, sem er í fallegum, mildum bleikum lit sem við létum vera svona gegnumgangandi í gegnum allt rýmið…
…þessir litlu skemlar eru líka svo mikilir snilld, auka sæti, auka borð ef þú skellir bakka á, og svo fyrir fætur til þess að gera enn meira notalegt…
…við vildum setja eitthvað einfalt og fallegt undir sjónvarpið. Virum hillan frá Rúmfó varð fyrir valinu, og þegar ég var búin að bæsa límtrésplötu sem ég lét saga niður í Byko ofan á, þá varð þetta alveg geggjað þarna…
…en eins og þið sáuð í þáttunum, þá var alveg möst að bæsa aðeins plötuna því að liturinn passaði ekki við gólfið eins og hún var áður. Svo voru það litlu vegghillurnar, sem fengust í Dorma, og koma í þremur stærðum…
…þessar hillur var alveg planaðar fyrir alla þessa dásamlegu smáhluti sem ég vissi að Helga ætti og hefði svo gaman að stilla upp og “leika” sér með. Þarna er hægt að breyta og snurfusa endalaust…
…enda er stemmingin þarna inni til þess að leyfa hennar hlutum að njóta sín sem best….
…borðstofuborðið fundum við í Húsgagnahöllinni, alveg hreint dásamlega fallegt og ég er sérstaklega hrifin af fótunum á því. Svo stólarnir í Rúmfó, alveg í stíl við skemilinn – svona hinn fullkomni mildi bleiki tónn…
…spegillinn fékkst svo líka í Húsgagnahöllinni. Geggjað vintage útlit á honum og ég vildi einmitt finna einhvern spegil sem væri svoldið spes þarna inn, þessi var það svo sannarlega….
…þessi litur á stólunum er svo fallegur…
…hér sjáið þið líka hversu falleg borðplatan er á borðinu, og hvað hún er flott við parketið…
…svona var það glerskápurinn, sýningarskápurinn eins og ég hugsaði hann…
…en þetta er Virum glerskápur úr Rúmfó, síðan tók ég þrjár bambus baðmottur og fékk minn geggjaða hjálparkokk til þess að saga þær niður, svo voru þær bæsaðar með Viðarbæsinu í antíkeik og festar með nanoteipi frá Byko…
Glerskápur – Rúmfatalagerinn
Baðmottur – Rúmfatalagerinn
Viðarbæs – Slippfélagið
Nanoteip – Byko
…ég veit ekki með ykkur, en ég er alveg svakalega ánægð með þetta 🙂 Ótrúlega einföld leið til þess poppa upp annars fallega mublu, og gera hann svona meira djúsí…
…svo er bara að leyfa öllu þessu fallega skrauti sem hún Helga á að njóta sín til fullnustu….
…ofan á skápnum eru síðan þessir dásamlegu vasar frá Dorma, blómin eru líka þaðan. Mér fannst þessi bleiki litur á minni stjakanum tóna fullkomalega við hina bleiki hlutina…
…sjáið meira segja hvernig vasinn er að “tala” við teppið í sófanum…
…blómasúla getur verið fyrir blóm, eða fyrir list, eins og hér sést…
…eins og alltaf þá gera gardínur svo mikið fyrir rými, og hér notaði ég braut yfir allan vegginn og Odell gardínur frá Rúmfó…
…ég er búin að nota mikið brautirnar fyrir gardínur í þessari seríu, og hér er allt sem þarf fyrir það
– og fæst þetta allt í Rúmfó:
Gardínurbrautir
Gardínubrautarplast
Krókar
Samsetning (þegar tengja þarf saman fleiri en eina braut)
Gardínubeygja fyrir brautina
Odell gardína
…það sést líka svo vel hvað þetta er breyta miklu í rýminu…
…Helga lét ekki mála ganginn þannig að hann er enn hvítur, og ég fann þetta console borð í Rúmfó. Ljósgrænar flísar ofan á því, og smá svona retró fílingur. Svo er sporöskjulagaði spegillinn líka þaðan, sem og kertastjakarnir. Svo þegar Maríustyttan var komin líka – þá var næstum orðin alterisbragur á þessu. En ég bíð svo bara spennt eftir að Helga festi aftur upp Frida Kahlo vegginn sinn og skreyti ganginn eins og henni einni er lagið…
…ljósið yfir borðstofuborðinu er gamalt, en fékkst í Byko á sínum tíma…
…það er nú þónokkur munur á fyrir og eftir myndunum…
…erum við ekki sammála um að vel hafi tekist til, að Helga sé komið með rými sem hún getur svo skreytt og kryddað enn meira í framtíðinni – takk fyrir að treysta mér fyrir rýminu þínu elsku Helga ♥ ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Þú ert snillingur !