…er í lofti og sú gula er búin að gleðja okkur svo um munar hér á höfuðborgarsvæðinu, alla vikuna! Húrra!
Ég var að stússast úti í garð og leit upp fyrir mig og sá að það þess er ekki langt að bíða að krónur trjánna fyllist af grænum laufum og við séum komin inn í sumarið dásamlega…
…vorboðarnir voru ekki bara yfir höfinu á mér heldur líka dásamleg lítil vorblóm sem eru farin að gleðja okkur ef við bara tökum tíma til þess að staldra við, horfa niður og njóta…
…ég er búin að ákveða að ætla að taka kofann okkar í gegn núna á næstunni, og er að hugsa um að gera hann að nokkurs konar garðskúr. Blessuð börnin eru ekkert að leika sér þarna lengur (sælla minninga – smella hér) og það er synd og skömm að láta hann standa bara svona ónotaðann…
…hérna heima er ég svo þakklát fyrir birtuna sem streymir enn inn um gluggana langt fram eftir kvöldi – vá hvað maður kann að meta ljósið að vetri loknum (jeminn eini hvað þetta er skáldlegur póstur hjá mér)…
…og aftur þá er þetta svoldið að gefa sér tíma til þess að horfa og njóta, eins og t.d. þegar að lítill regnbogi birtist á vegginum og gleður…
…sjá bara hvað þetta er nú fallegt…
…það verður líka allt eitthvað svo mikið fallegra í þessari mjúku birtu…
…ég var svo innspíruð að ég varð bara að skipta um áklæðið á sófasettinu og skella ljósa áklæðinu á – meiri birtu og léttleika takk…
…elska það líka hvað það breytir miklu – góð hugmynd Soffia að kaupa tvö áklæði á sínum tíma, húrra!
…annars er ég bara súper spennt fyrir komandi vikum. Því þrátt fyrir að vera búin með þættina, þá eru spennandi verkefni framundan…
…enn og aftur – forréttindi að fá að vinna við ástríðuna sína!
Ég fékk hann Sindra og Ísland í dag í heimsókn núna um daginn, og ef þið viljið sjá það – þá getið þið smellt:
…og þið getið smellt hérna og lesið grein sem fylgdi inni á Vísi.is – smella!
…svo er líka alltaf gott að fá nokkra Mola dagsins…
Njótið dagsins og auðvitað helgarinnar ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!