Skreytum Hús – 2. þáttaröð – 3. þáttur…

Þá er komið að þriðja þættinum, og í dag fáum við systkini sem eru að deila einu herbergi og við gerum það svona extra krúttað fyrir það. Eins fundum við pláss undir stiganum sem var bara ónýtt pláss undir stiganum á neðri hæðinni sem var alveg kjörið fyrir leiksvæði. Síðan, fyrst við vorum komin á neðri hæðina líka, þá tókum við bara aðeins stofuna í gegn líka.

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 2 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!

Eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn!

En við kynnumst henni Önnu í dag, en hún er með þriggja ára stelpu og 1 árs strák sem eru að fara að deila sama herberginu.

Hér sést herbergið eins og það var fyrir. Fín stærð á því og góðar hirslur, en vantaði kannski bara helst að flokka aðeins dótið allt saman og finna því réttan stað…

…sama má segja um stofuna. Hún er fallega máluð og með fínum sófa, en það var kannski helst vandamálið með sjónvarpsskenkinn – húsgagn sem passaði fullkomlega í gömlu íbúðinni þeirra, en þarna var hann bara of hár. Það þýddi að sjónvarpið náði yfir veggstubbinn og virkaði því mjög yfirþyrmandi þarna inni. Eins var sófanum ýtt upp að vegg og engar gardínur eða neitt slíkt, og það vantaði bara hreinlega að kóza þetta upp allt saman…

…undir stiganum var svo bara fullt af kössum sem átti eftir að pakka upp (enda ekki langt síðan flutt var inn og þau með tvö ung börn) og þarna var bara kjörið rými til þess að gera stað fyrir allt krakkadótið sem flæddi niður í stofuna.

En það er jú bara staðreynd að krakkar vilja fá að leika sér þar sem að fullorðna fólkið er, og því bara eins gott að finna stað fyrir hlutina á neðri hæðinni líka – það er komið til að vera á meðan börnin eru ung.

…eins og sést hér, þá var það hellingsverk sem þurfti að vinna, en mikið þarfaverk. Þetta er náttúrulega bara hluti af því að vera með barnaherbergin, það þarf að fara svo reglulega yfir dótið og taka til hliðar það sem þau eru hætt að nota og vaxin upp úr…

…svo þarf að finna rétta litinn, og hér var það stóra systirin sem fékk að ráða öllu þar sem litli bróðir er bara rétt rúmlega 1 árs og því ekki farin að tjá sig um neinar skoðanir á veggjamálningu 🙂 En við fundum auðvitað góða liti í Slippfélaginu og fengum prufur sem var skellt á vegginn:
Dömugrár – Draumagrár – Notalegur – Huggulegur og Dásamlegur

…eins og sést á myndinni var daman snögg að velja sinn lit og fyrir valinu varð Dásamlegur

…og þegar búið er að flokka og fara yfir, endurskipuleggja og mála og laga og gera og græja, þá var þetta útkoman….

Ég setti upp moodboard fyrir rýmið að vanda og hér finnið þið beina hlekki á þá hluti sem voru valdir inn:

Vegghilla – Rúmfatalagerinn
Púðar – Rúmfatalagerinn
Karfa – Rúmfatalagerinn
Litur á vegg – Slippfélagið
Blómapúðar – Rúmfatalagerinn
Bastkarfa – Rúmfatalagerinn
Sumarteppi/rúmteppi – Rúmfatalagerinn
Bekkur með skúffum – Rúmfatalagerinn
Tjald – Rúmfatalagerinn
Motta – Rúmfatalagerinn
Rúm – gamalt frá Ikea
Púðar með loftbelgjum – Rúmfatalagerinn
Bangsar – Rúmfatalagerinn
Ísbjörn – Rúmfatalagerinn
Basthilla – Rúmfatalagerinn
Bastljós og pera – Byko
Vegghillur og hillurberar – Byko
Litlir blómapottar – Byko
Gardínur – Rúmfatalagerinn
Himnasængur – Rúmfatalagerinn
Krókar – Byko

…og bara svona þegar við erum í miðjum klíðum, þá sjáið þið muninn áður en dótið fer á veggina og mottan á gólfið og allt hitt krullið – og svo eftir…

…fyrsta vers var að redda öðru rúmi eins og var fyrir í herberginu og við vorum svo heppnar að einn í myndatökuliðinu var einmitt með svona rúm aflögu og því var það auðsótt mál. Svo er það að finna eitthvað fallegt á rúmin, en ég elska að vera með létt rúmteppi sem hægt er að skella yfir sængurverin. Þá er miklu minna vesen þegar það er verið að hoppa og leika sér í rúmunum, það helst lengur hreint á rúminu og allt sem því fylgir. Við völdum því einfaldlega þunn sumarteppi sem ég fann í Rúmfó, í sitthvorum litinum en samt eins. Púðar í stíl og allt svo sætt…

…og já, það mega allir krútta yfir sig í hvelli við þessu – bara einum, nei tveimur, og sætt…

…eins og þið sáuð í þáttunum, þá eru himnasængurnar einfaldlega tvær gardínur – festar saman með hárteygju – og settar á krók. Ótrúlega einföld leið til þess að úrbúa himnasængur fyrir krakkakrílin sem jú, elska vel flest að sofa undir einhverju svona fallegu…

…á milli rúmanna er síðan bekkurinn og hillan, sem ég hengdi upp öfuga…

…með því að hengja hilluna upp öfuga þá var þæginlegra að sitja á bekknum undir. Svona vegghillur eru líka snilld fyrir allt skrautið sem krakkarnir eiga og eiga kannski ekki að vera að leika sér með. Þessir dásamlega krúttuðu blómapottar eru frá Byko

…á veggnum á móti héldum við sömu uppröðun og áður, nema hvað að við settum upp snilldar vegghillur frá Byko – bara hillur og svo hillubera (sem hægt er að velja í alls konar gerðum og stærðum)…

…einföld leið til þess að skreyta í herbergi, og að skipaleggja og gera fallegt, bara hillur og skreyta með leikföngunum…

…þar sem búið var að sortera allt saman í döðlur, þá fannst mér kjörið að halda áfram með þetta skipulag og fékk því Prentsmiður (smella hér) til þess að útbúa límmiða á boxin, sem var alveg snilldarleið til þess að auðvelda allan frágang…

No photo description available.

…að skipta um ljós var alveg hreint brillijant hugmynd, og ég fann þetta dásamlega bastljós í Byko – og það varð enn fallegra með þessari skrautperu í. Svo, til þess að kveikja smá ævintýri – þá klippti ég niður gerviblóm úr Rúmfó og stakk þeim inn í skerminn…

…bastið við bláa litinn gerir nefnilega svo stórkostlega hluti – það bara færir þetta allt á nýtt level…

…og til þess að halda áfram með bastfílingin, þá kom þessi geggjaða hilla úr Rúmfó sterk inn, ásamt eikarrömmunum frá sama stað. Stjörnumerkjaplattarnir eru svo fallegir og fást hjá By Multi (smella). Fallegu nafnamyndirnar eru frá henni Heiðdísi Helgadóttur (smella hér).

…meira bast fyrir dótið, snilld til þess að skipuleggja betur/og fallegar…

…mér finnst þetta nú ansi fallegt…

…og bara að vera með fallega potta og skella smá blómum ofan í, það gerir svo mikið…

…fallegar gardínur gefa mýkt og fegurð inn í rýmið – þessar heita Odell frá Rúmfó…

Síðan sjáið þið hérna fyrir og eftir – hlið við hlið frá sama sjónarhorni:

…svo var það stofan. Hún var svo stílhrein og fín, en í raun vantaði bara þetta til þess að gera hana hlýlega og notalega fyrir heimilisfólkið, og sérstaklega fyrir fullorðna fólkið sem vantaði að fá “sinn stað” til þess að njóta að vera saman á þegar að krakkarnir eru sofnaðir.

Fyrir myndirnar af stofunni…

Moodboard fyrir stofu og hér finnið þið beina hlekki á þá hluti sem voru valdir inn:

Gardínur – Rúmfatalagerinn
Strá – Rúmfatalagerinn
Gerviblóm – Rúmfatalagerinn
Mjúkt teppi – Rúmfatalagerinn
Myndarammar – Rúmfatalagerinn
Mynstraður púði – Rúmfatalagerinn
Grænn púði – Rúmfatalagerinn
Blár púði – Rúmfatalagerinn
Sjónvarpsskenkur – Rúmfatalagerinn
Ílangur púði – Dorma
Borð – Rúmfatalagerinn
Skemill – Dorma
Motta – Húsgagnahöll
Gerviblóm – Rúmfatalagerinn
Kerti – Rúmfatalagerinn
Bakki – Rúmfatalagerinn

…það verður líka að viðurkennast að það er magnað hvað er hægt að gera mikið, án þess að gera mikið. Smá tilfæringar á sófanum, gardínur, púðar, motta og borð/skemill…

…svo skipti það höfuðmáli að ná að lækka sjónvarpið þannig að það væri ekki lengur yfirgnævandi þarna inni…

…og það er ekki hægt að ofmeta það hversu mikið gardínurnar eru að breyta í stóra samhenginu…

…svo er að velja liti inn með gráu tónunum hérna, settum blátt og grænt og smá mynstur – og það skipti sköpum…

…og svo það sem ég segi alltaf – frelsa sófana frá veggjunum. Gera andrými í kringum sófann og leyfa skápnum sem stóð á bakvið hann að njóta sín – breytir öllu…

…borð og skemill (sem getur geymt teppi eða dót eða hvað sem er – gæti meira segja verið eins og mini boltaland fyrir krakkana)…

…og það þýðir ekkert að það þurfi að gera allt dótið brottrækt úr stofunni, það má alveg vera með líka…

…og þarna sjáið þið yfir í nýja leikhornið sem er svo nauðsynlegt, þar sem íbúðin er á tveimur hæðum og krakkarnir ungir…

…notuðum bara það sem til var fyrir – gamla sjónvarpsskápurinn og dýna sem var á heimilinu. Skellti síðan upp krókum fyrir led ljósaseríu til þess að ná birtu svo gaman væri að leika þarna – einfalt en áhrifaríkt…

…svo er bara að setja inn smá svona punt með, þarf ekkert að vera of mikið…

…það er nú hægt að eiga kózýstundir þarna…

Skoðum svo saman, þessar klassísku fyrir og eftir myndir af stofunni:

Takk fyrir að treysta mér fyrir rýminu ykkar elsku Anna og fjölskylda, þetta var ótrúlega skemmtilegt!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Skreytum Hús – 2. þáttaröð – 3. þáttur…

  1. Ella
    21.04.2021 at 20:47

    Þetta er ótrúlega flott! Þvílík breyting og frábærar lausnir! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *