Innlit á antíkmarkaðinn á Akranesi…

…en við hjónin brugðum okkur í smá bíltúr í veðurblíðunni í gær, þessu fallega vetrarvorveðri, og fórum Hvalfjörðinn. Enduðum síðan á Akranesi þar sem ég fékk að mynda í dásamlega antíkskúrnum hennar Kristbjargar á Heiðarbraut 33, en þar er alltaf opið um helgar og á frídögum frá kl 13-17.

Kristbjörg er búin að opna bæði Instagram-reikning og Facebook-síðu og ég mæli með að þið fylgist með þar, en hún setur inn mikið af myndum af vörunum um leið og þær berast.

Antík og gamlir munir á Akranesi – Instagram
Antík og gamlir munir á Akranesi – Facebook

…það var sérstaklega mikið til af dásamlegum loftljósum, ég varð alveg heilluð…

…þetta stell þótti mér sérlega fallegt, svo dásamlega fínleg blómin…

…eins er alltaf svo gaman að skoða krakkadótið þarna, svo margt sem vekur upp gamlar minningar og enn meira sem er bara töff til skreytinga í barnaherbergin…

…endurvinnsla á dóti er líka bara snilld…

…alltaf til nóg af dásamlegum stellum…

…og Morsdags-diskarnir, Juleaften og margir fleiri…

…fallegir þessir, og myndu ganga með svo mörgu…

…þetta stell er merkt Arabia…

…þessir hvítu vasar með gyllingunni voru að heilla mikið…

…bæði töff í glerkúpul, myndavélin og styttan…

…meira af flottum ljósum…

…og þessir tekkvegglampar eru bara gordjöss…

…mokkabollar í dásamlegum litum…

…meira af stellunum…

…geggjaðir kökudiskar…

…ljós sem væri fallegt að nota sem fallegt væri að nota sem veggljós…

…dásamlegar könnur og glös með…

…dúkkuhaus fyrir þá sem safna svoleiðis…

…alls konar lampar…

…þessi kanna sko!

…mikið af fallegu lituðu gleri…

…ef það hefur einhvern tímann brotnað bolli, þá eru allar líkur á að hann fáist þarna…

…það er opið í dag á Heiðarbrautinni og ég mæli svo sannarlega með heimsókn! ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *