…mig langaði svo að setja saman páskaborð svona í bara náttúrulitum, allt ljóst og létt. Týndi bara saman eitt og annað sem ég átti hérna heima og langaði að nota. Ekkert nýtt keypt inn fyrir þetta borð…
…það þarf því ekki að koma á óvart að útkoman sé mér svona mikið að skapi…
…ég er búin að eiga bæði dúkinn og servétturnar í lengri tíma, en þetta kemur bæði frá Rúmfó. En þetta er dásamlegir hördúkar sem fást í þremur litum, ásamt servéttum (smella hér til að skoða)…
…þegar dúkurinn fór á borðið, þá var hann krumpaður og með brotum í…
…en ég úðaði bara vatni yfir hann og strauk aðeins yfir með hendinni og þá varð hann pörfekt. Enda eiga hördúkar ekki að vera rennisléttir, það bara passar ekki við hördúka að mínu mati…
…ofan á setti ég síðan dásamlegu bastdiskamotturnar sem ég fékk í Húsgagnahöllinni í fyrra, þær eru svo geggjaðar…
…þær virðast bara vera til í svörtu núna, sem mér finnst reyndar líka spennandi (smella hér)…
…ég er síðan með brúðarstellið okkar, sem er Hessian frá Broste, og fæst líka í Húsgagnahöllinni (smella hér)…
…mig langaði að sýna nokkrar mismunandi útfærslur með servéttunum, hér með gömlu eggi frá Rúmfó…
…hér er súkkulaðiegg og smá brúðarslör stungið í það…
….önnur útgáfa og smá afklippum af stráum frá Myrkstore.is stungið með…
…það gæti líka verið fallegt að setja bara hnífapörin þarna ofan í…
…ég notaði síðan glös á fæti úr Rekstrarvörum, og lægri glösin sem eru í bláu og bleikum tónum, þau fást í Bast og líka í Pier.is…
…en mér fannst fallegt að sjá svona pasteltónana með, og þeir minna óneitanlega á páska og vor…
…síðan var ég með könnu sem ég fékk í Target, og hjá henni standa kanínustrákarnir sem ég fékk í Húsgagnahöllinni í fyrra (smella hér)…
…og gulleggin og þau sem hanga koma þaðan líka…
…mæli svo innilega með að þið prufið ykkar áfram í borðskreytingum, þetta þarf ekki að vera flókið…
…eins og hér, þegar það er bara venjulega súkkulaðiegg – skreytingar sem hægt er að njóta sem desert líka…
…eða egg sem hægt væri að blása úr, eða bara harðsjóða og skreyta sjálfur…
…svo er gaman að blanda saman, eins og t.d. glösin hér…
…vona að þið eigið yndislega helgi og gleðilega páska! ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥