Árskógar – hvað er hvaðan…

…margumbeðinn póstur er hér loks kominn á síðuna. En eins og alltaf þá er mikið spurt um hvaðan hlutirnir eru í íbúðinni sem ég setti inn í seinasta pósti. Ég ætla að fara yfir þetta, rými fyrir rými og svo í lokinn kemur listi með beinum hlekkjum á alla hlutina…

FORSTOFA

Þar sem veggirnir eru allir hvítir, þá vildi ég gæta þess að ná inn hlýleika í öll rými með því sem inn var valið. Það sem sem gjörbreytti öllu var að setja upp viðarþiljurnar frá Byko, en þær settu svo mikinn svip á allt saman. Eins að setja inn bekkinn í koparlit frá Dorma, instant hlýleiki…

…hringspegillinn er frá Rúmfó, í stærðinni 70cm, en litlu hringsnagarnir, sem eru líka speglar, koma frá Ikea

…mér fannst það líka skemmtilegt að sjá svona hlið við hlið, hvað það breytti miklu að setja blómapottana þarna fyrir ofan. Stundum eru það litlu hlutirnir sem breyta svo miklu…

…geggjaðir blómapottar frá Húsgagnahöllinni. Þeir eru með festingu aftan á fyrir tvo nagla, en við settum bara rafmagnsvír þarna í gegn og þá dugði einn nagli til…

Beinir hlekkir:

Spegill – Rúmfatalagerinn
Speglasnagar – Ikea
Bekkur – Dorma
Grænn púði – Rúmfatalagerinn
Röndóttur púði – Rúmfatalagerinn
Veggþiljur – Byko
Veggblómapottar – Húsgagnahöllin

HJÓNAHERBERGI

…hjónaherbergið er frekar einfalt, en það er nú oftast þannig að þegar þú ert með fallegt rúm með höfðagafli – þá þarf ekki margt annað…

…rúmið heitir Lyon og er frá Dorma, en teppið og púðarnir (nema þeir grænu sem eru frá Rúmfó) eru líka allir frá Dorma

…sömu speglasnagarnir frá Ikea og eru frammi í forstofunni setja sterkan svip á vegginn, og “fylla” upp í rými sem annars væri bara autt…

…eins fannst mér herðatrén setja skemmtilegan brag á þetta…

…það er líka gaman að sjá hvað einfaldur hlutur, eins og þetta græna teppi frá Ikea, gerir mikið fyrir þetta pláss…

…gráu gardínurnar eru frá Ikea en þær hvítu koma frá Rúmfó, standspegillinn er frá Dorma

…rúmteppið er frá Dorma líka, og það eru til létt rúmteppi þar sem passa við alla velúr rúmgaflana hjá þeim…

…bakkaborðin eru svo geggjuð, en þau fást líka í Dorma – en ég fann þau ekki á heimasíðunni því miður…

…kona með púðablæti fær smá útrás…

Beinir hlekkir:

Rúm – Dorma
Rúmteppi – Dorma
Grænt teppi – Ikea
Gráir púðar – Dorma
Grænir púðar – Rúmfatalagerinn
Blómapúðar – Dorma
Náttborð – Dorma
Klukka – Ikea
Dökkur vasi – Rúmfatalagerinn
Spegill – Dorma
Speglasnagar – Ikea
Herðatré – Ikea
Lampar – Ikea
Gráar gardínur – Ikea
Hvítar gardínur – Rúmfatalagerinn

AUKAHERBERGI

…þar er allt fremur einfalt og nánast eingöngu notast við hluti sem til voru fyrir. Stóllinn og mottan eru ný og fengust í Rúmfatalagerinum, og sömuleiðis vegghillurnar…

…fyrst hafði verið sett inn rúm og mér fannst það bara ekki vera að ganga upp, og eins og sést þá skiptir miklu máli hvað er sett inn í rýmið – þó að þetta sé mjög einfalt. Það sést líka persýnilega hvað gluggatjöldin stækka mikið gluggann, en ég nota aðferð sem ég sýndi í þessum pósti – smella.

…á ganginn fór þessi dásamlega hilla úr Dorma, en hún er æðisleg…

Hillan heitir Boltze Nando og er 90cm, fæst í Dorma

STOFA OG BORÐSTOFA

…svo er það alrýmið, og við skulum byrja á borðstofuborðinu og því sem þar er…

…en ég elska að horfa inn eftir ganginum og horfa beint á þessa uppsetningu. Sá hana fyrir mér um leið og ég kom þarna inn…

…bæði borðið og stólarnir eru frá Húsgagnahöllinni, og ég er svo ánægð með þessa grænu stóla. Þeir eru svo flottir við borðið og ég er sérstaklega hrifin af bakinu á þeim, en það gerir svo mikið að sjá þaðsvona fallegt við…

…stólarnir kallast svo á við velúrgardínurnar inni í stofunni…

…dásamlega ljósið er frá Pier

…í stað þess að nota brautir þá vildi ég nota svartar gardínustangir, en þær setja mikinn svip á rýmið…

…barborðið er líka hið fullkomna smáhúsgagn þarna inn, hægt að hafa á nokkrum góðum stöðum – fer lítið fyrir því, en er svo fallegt og stílhreint…

…svo er það stofan…

…en vá hvað þiljurnar gerðu mikið þarna inni – þær í raun bara gjörbyltu rýminu…

…og svo fóru bara veggpottar upp á vegg, og þetta náði að fylla vel upp í vegginn…

…mottan er líka dásemd en hún er frá Húsgagnahöllinni og í stærðinni 200×300…

…borðin eru frá Dorma, einföld en koma fallega út með borðstofuborðinu, svona svoldið í stíl…

…bakkinn á borðinu kemur frá Rúmfó, blómin frá Pier og vasinn er frá Rúmfó líka. Einmitt í grænum lit, svona til þess að halda okkur í þemanu…

…gulllstjakarnir eru frá Dorma

…skenkurinn æði frá Húsgagnahöllinni, en stóru gullpottarnir og blómin eru frá Dorma

…spegillinn og lampinn eru hins vegar frá Rúmfó

…geggjaður hægindastóllinn frá Húsgagnahöllinni, í stíl við sófann en ekki eins, sem mér finnst alltaf flott. Svo er skemillinn frá Dorma og eins hægt að nota með stofuborðunum…

…sófinn er uppáhalds og kemur frá Dorma

…elska þennan hlýleika sem er þarna í horninu…

Beinir hlekkir:

Borðstofuborð – Húsgagnahöll
Gullbakki – Rúmfatalagerinn

Blómapottur á fótum – Dorma
Stólar – Húsgagnahöll
Ljós – Pier
Barborð – Húsgagnahöll/Dorma
Sófi – Dorma

Skrautpúðar – Húsgagnahöllin
Sófaborð – Dorma

Gullstjakar – Dorma
Grænn vasi – Rúmfatalagerinn
Motta – Húsgagnahöll
Veggþiljur – Byko
Veggblómapottar – Húsgagnahöllin
Skenkur – Húsgagnahöll
Gylltur spegill – Rúmfatalagerinn
Gylltir blómapottar & blóm – Dorma
Lampi – Rúmfatalagerinn
Hægindastóll – Húsgagnahöllin
Svartur kollur – Dorma
Hvítar gardínur – Rúmfatalagerinn
Grænar velúrgardínur – Rúmfatalagerinn

…svo er það eldhúsið, en hillurnar eru frá Ikea en hilluberarnir frá Bauhaus. Gylltu stangirnar frá Ikea…

Þið eruð velkomin í opið hús þri. 23. mars eða mið. 24. mars. Skráning á opið hús hér. Í Árskógum eru 72 íbúðir en eingöngu 20 íbúðir eftir í sölu og því borgar sig að hafa hraðar hendur.

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

5 comments for “Árskógar – hvað er hvaðan…

  1. Björg
    25.06.2022 at 19:18

    Hæ Soffía snillingur
    hvaða þáttur sýnir mér hvernig ég á að festa þessar viðar veggþiljur upp.
    ein alveg lost.
    kveðja Björg

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.06.2022 at 03:05

      Veggþiljurnar eru bara skrúfaðar í vegginn, mismunandi skrúfur eftir veggjum, og þetta fer í svartaefnið á milli þiljanna. Það eru leiðbeiningar sem fylgja þessu líka oftast 🙂

  2. 20.01.2023 at 19:18

    Sæl Soffía hvaðan eru gardýnustangirnar í stofunni ? Ertu með 1 eða 2.
    Ég er búinn að búa í íbúðinni minni í 1/12 ár 3myndir á vegg en ég þarf að fara að girða mig í brók. 😂😂 eða fá þig bara í heimsókn. 🫣

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *