Búseti – Árskógar…

…talandi um skemmtileg verkefni sem maður fær að vinna. Önnur sýningaríbúð í þetta sinn var það fyrir Búseta og nýjar íbúðir sem verið að er að byggja að Árskógum 5. Íbúð 201 sem er 3ja herbergja íbúð og 97fm.

Íbúðir

Fengið af heimasíðu Búseta:
Félagið var stofnað 1983, á farsæla sögu og byggir á traustum grunni. Það er rekið án hagnaðarsjónarmiða og er í eigu félagsmanna hverju sinni. Félagið á um 1.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Búseti starfar að norrænni fyrirmynd og er aðili að NBO sem eru samtök norrænna húsnæðisfélaga. Félagið vinnur að hagsmunum félagsmanna og tryggir umsjón og fjölgun fasteigna með hagkvæmum hætti.

Búseti er þátttökufélag sem ætlað er að þjóna félagsmönnum samkvæmt tilgangi þess.

Búseti er húsnæðissamvinnufélag að norrænni fyrirmynd. Slík félög eru í eigu allra félagsmanna og jafnan opin öllum óháð aldri og búsetu.

Ávinningur af rekstri rennur til allra notenda, sem jafnframt eru eigendur, í formi veittrar þjónustu og hagkvæmra gjalda. Samfélagsábyrgð og langtímahugsun eru samofin starfsemi og menningu Búseta.

* * *

Öryggi

Við tryggjum félagsmönnum öryggi með fyrirhyggju og heiðarleika, aðhaldsemi og gagnsæi í vinnubrögðum

Framsýni

Við vinnum að hagsmunum félagsmanna í nútíð og framtíð með hagkvæmni, fjölbreytni, gæði og umhverfisvitund að leiðarljósi

Frelsi

Við stuðlum að frelsi íbúa með fjölbreyttu úrvali íbúða, lágum skiptikostnaði, íbúalýðræði og reglulegu viðhaldi eigna

* * *

Þetta var alveg ótrúlega spennandi verkefni – og ég ætla að deila þessu með ykkur í nokkrum póstum. Hér sjáið þið myndir af íbúðunum eins og þær líta út, málaðar hvítar, með fallegu parketi og glæsilegum innréttingum.

Nokkrar upplýsingar:
Innréttingar Nobillia frá GKS
Harðparket Quick Step impressive IM1854 frá Harðviðarval ehf.
Helluborð og ofn frá AEG   

Eins og alltaf þegar farið er af stað í svona, þá legg ég upp með að finna nokkur lykilhúsgögn inn í rýmið og geri moodboard fyrir það. Svo týnist inn eitt og annað á leiðinni. Í þetta sinn langaði mig að halda íbúðinni í hvítum lit og ná fram hlýleika karakter með húsgögnum og fylgihlutum. Leyfa fallegu parketinu að njóta sín til fullnustu.

Fyrir:

Eftir:

Fyrir:

Eftir:

Fyrir:

Eftir:

Ég á eftir að setja inn ítrarlegri póst þar sem ég fer yfir hvað er hvaðan, og þá ætti flestum ykkar spurningum að vera svarað!

Ég vil líka vekja athygli ykkar á að Búseti er með sér heimasíðu fyrir Árskóga – og þið getið smellt hér! til þess að skoða

Einnig er gott að hafa í huga að:

  • Búseti vandar sig við hönnun og efnisval
  • Langtímahugsun og vönduð vinnubrögð í öllu sem Búseti gerir
  • Gæðin skína í gegn
  • Vandaðar innréttingar og gólfefni
  • Búseti er góður fjölbreyttan hóp fólks og það er auðvelt að gerast félagsmaður og árgjaldið er bara 5.500 kr. á ári. Það er líka hægt að kaupa aðild fyrir börn fyrir aðeins helminginn af þessu, sem þýðir að þegar barnið er orðið fullorðið og á leið á fasteignamarkað þá á það greiðan aðgang að íbúðum Búseta.
  • Búseti er með svo fjölbreytt fasteignasafn sem er allt á höfuðborgarsvæðinu.
  • Fasteignasafn Búseta telur yfir 1.100 fasteignir í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins
  • Ef þú ert í Búseta þarftu ekki að hafa áhyggjur af t.d. viðhaldi utanhúss því það er allt innifalið í mánaðargjaldinu nema rafmagnið

Þið eruð velkomin í opið hús þri. 23. mars eða mið. 24. mars. Skráning á opið hús hér. Í Árskógum eru 72 íbúðir en eingöngu 20 íbúðir eftir í sölu og því borgar sig að hafa hraðar hendur.

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *