…þá er nú bara þannig að manni finnst nánast vera vor í lofti þessa dagana. Svo þegar ég þurfti að skjótast inn í Kringlu um daginn, þá hljóp ég í gegnum Tiger og smellti af nokkrum myndum. Þar var komið alls konar krúttlegt páskadót og mér fannst það bara möst að deila með ykkur. Athugið að þessi póstur er ekki kostaður eða unninn í samstarfi við Tiger.
Þessi hérna var eiginlega einum of sæt, sé hana svo fyrir mér á eldhúsborðinu með túlípönum í eða bara brúðarslöri…
…þessi hérna með litlum páskaliljum í potti, eða muscari-blómum – dásemd…
…þessa sá ég fyrir mér á borði og með súkkulaðieggjum í, jafnvel alveg stórum…
…þessi fannst mér æðislegur, hefði jafnvel verið til í að bæta honum inn í herbergi dótturinnar…
…og sama má segja um þennan hérna…
…svo flottir blómapottar, hér datt mér í hug að það gæti verið svo flott að hafa förðunarbursta í…
…Búddar í alls konar pósum, og ef þú fílar ekki pastelinn – þá væri geggjað að mála með málningu og matarsóda – gera svona keramikáferð…
…alls konar flottar kröfur…
…ohhh þessar fengust líka í fyrra og ég keypti mér þær þá…
…og sömuleiðis þessa hérna sætu diska…
…ég er að segja ykkur, ég datt í gífurlegan páskagír…
…þetta finnst mér yndislegt fyrir krakkana, fá þau til þess að mála og hengja á greinar, eða bara nota natural…
…þessir hérna alltaf svo töff í hillu, og sérstaklega í glerkúpli…
…og þessi dökki var extra úber töff…
…meiri fínar körfur, þessar hérna svarthvítu voru æðislegar…
…og hversu sætur er þessi í barnaherbergið…
…teppi sem gætu verið æðisleg á barnarúmin…
…og ég varð að setja þessa mynd með – svo fallegir litirnir í þessu stelli…
…svo má smella hér – til þess að skoða bæklinginn þeirra á netinu…
…hér eru síðan myndirnar af mínu frá því í fyrra…
…skellti smá þurrkuðu brúðarslöri í eyrun á henni…
…og með þessir kökudiskar – bara svo sætir…
….nokkur egg og þetta er allt að rúlla vel saman…
…er ekki líka alveg tímabært að skoða smá páska, svona með tímann fyrir sér! Njótið dagsins ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Gaman að sjá ,færir manni góðar hugmyndir 💖