Febrúar…

…um daginn fór ég til þess að versla mér afskorin blóm í vasa, því að ég elska að vera með blóm í vasa hérna heima, en endaði með að koma heim með tvær orkideur. Það var nú orðið ansi hreint langt síðan ég fékk mér orkideur, og þær sem ég átti hérna einu sinni, voru nánast allar farnar í sumarblómalandið…

…þessi hérna bleika var alveg hreint að heilla mig upp úr skónum, þvílíkt sem hún er falleg…

…síðan fékk ég mér eina hvíta með tveimur stönglum, en mér finnst þær alltaf vera extra fallegar með tveimur stönglum…

…sjáið bara þessa fegurð…

…ég skrifaði eitt sinn mjög ítarlegan póst um orkideur og umönnun þeirra, og þið getið lesið hann með því að smella hér!

…þessi blóm eru náttúrulega alveg einstaklega falleg…

…eins og þið sjáið þarna í baksýn, þá er ég vanalega með gervihortensíurnar á borðinu…

…og ég skipti þeim út fyrir blóm í vasa og orkideu og fékk nánast bara vorfíling um leið…

…svo skelli ég smá svona DIY verkefni með. En vinur okkar hafði samband og bauð mér gamlan símabekk sem var á leið á haugana. Ég var í raun ekki með neitt pláss fyrir hann en sá strax fyrir mér hvað væri hægt að gera, og þurfti því auðvitað að “bjarga honum”….

…hann var orðinn ansi illa farinn og ég hafði lítinn hug á að láta borðið sjálft halda sér eins og það, enda eru símaborð í raun orðin barn síns tíma…

…þannig að ég ákvað að taka borðið í burtu, og fylla upp í götin sem að skrúfurnar skildu eftir sig…

…eins og svo oft áður, þá nota ég grófu útimálninguna mína í svörtu til þess að mála. Hún er rustic og gróf, og ef hún flagnar – þá er bara hægt að bletta í eftir þörfum…

02-Skreytumhus.is 28.05.2015-001

…þannig að bekkurinn var málaður og ég ákvað að gera heila setu á hann, svona til þess að fá útilit á hann eins og kirkjubekk…

…og útkoman, með bráðabirgðaplötu ofan á, er þá svona…

…ég verð að viðurkenna að mér finnst hann koma mjög svo fallega út svona…

…og auðvitað fór ég aðeins yfir brúnirnar með sandpappír, svona til þess að “elda” hann aðeins…

…þrátt fyrir svipinn, þá var Moli alveg sáttur. Mér fannst þetta líka skemmtilegt örverkefni – tók kannski 2klst svona frá byrjun til enda…

 Svo segi ég bara góða helgi – njótið þess að vera til – og endilega gerið eitthvað skemmtilegt ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

8 comments for “Febrúar…

  1. Anonymous
    20.02.2021 at 22:28

    Gordjöss, virkilega gaman að sjá svona flotta endurnýtingu (“,)

  2. Anna Sigga
    28.02.2021 at 17:31

    Fallegur bekkur en hvar verður hann staðsettur ? 😀 Búin að selja hann kanski ?

    kv AS

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.03.2021 at 22:31

      Er sennilegast búin að finna honum heimili hjá vinkonu minni!

  3. Anonymous
    13.02.2022 at 07:35

    Vá! Flott björgun 🤩

  4. Bryndís Elfa
    13.02.2022 at 09:59

    Ég elska að lesa póstana þína á sunnudagsmorgnum
    með kaffibollanum. Mjög flott útkoma á símabekknum 🙂👍

  5. Pálín Ósk
    13.02.2022 at 11:58

    Þetta er mjög sniðug lausn – að stækka bekkinn um það sem síminn+sínaskráin tók. Svona mubbla var til hjá tengdó. Þarf að athuga hvort sé enn. Er með pláss fyrir hann hjá mér 😉🤩👌

  6. Anonymous
    23.10.2022 at 10:12

    Mjög flottur 💯

  7. Anonymous
    24.10.2022 at 07:10

    Virkilega gaman að fylgjast með öllu sem þú tekur þér fyrir. Æðislega fallegt

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *