Góð ráð!

Algeng spurning er hvernig er best að skreyta rými þar sem ekki er í boði að negla, eða jafnvel mála! Hvernig gerum við rýmið kózý?

  • Uppröðun á húsgögnum!
    Einfalt ráð er hreinlega að breyta hvernig þið stillið upp húsgögnum. Í stað þess að setja sófann upp að vegg, þá setjið þið mjóa hillu á bakvið sófann og getið þannig stillt upp myndum, hreinlega bara hallað þeim að veggnum. Súper einfalt og auðvelt að framkvæma. Mæli sérstaklega með Virum console borðunum úr Rúmfó, hægt að setja mörg saman og líka hægt að skella bara viðarplötu ofan á til þess að breyta útlitinu.
  • Vegglímmiðar!
    Það er hægt að láta útbúa fyrir sig alls konar límmiðum. Það getur verið heimskort, eða textinn við uppáhalds lagið ykkar. Það eina sem stoppar ykkur er ímyndunaraflið. Ekkert mál að fjarlægja!
074-www.skreytumhus.is-056
  • Upphengilím!
    Ég hef verið að nota mikið það sem fæst í Costco eða A4, en svo eru margar mismunandi gerðir til og það er um að gera að fara bara í Byko eða fleiri staði og skoða þær lím-lausnir sem í boði eru til þess að vegghengja hluti.
  • Mottur og gardínur!
    Mottur fara að sjálfsögðu ekki á veggi, en þær skreyta rými – og ef plássið þitt er tómlegt og litlaust, eða vantar hlýleika – þá er seint hægt að ofmeta hversu mikið mottan getur breytt. Sömu sögu má segja um gardínur og púða. Ef þú bara bætir gólfsíðum gardínum inn í rýmið, þá virkar oft hærra til lofts og það kemur svo mikill hlýleiki með inn (skoðið þennan póst til þess að læra trix-in með gardínurnar). Með þessum fylgihlutum getur þú komið inn litum og mismunandi efnum og skapað svo mikinn kózýfíling.
Fyrir…
Eftir…
  • Veggirnir og húsgögnin!
    Munið þið eftir þarna, The floor is lava-dæminu sem allir voru í einu sinni. Það má eiginlega leika saman leikinn, nema með húsgögn og veggi. Það eru alltof margir sem raða húsgögnunum sínum meðfram veggjum og það er ekki að gera góða hluti fyrir flest rými. Við getum næstum sett okkur þá þumalputtareglu að eingöngu háar hillur, skápar og kommóður eiga að standa upp við veggi. En sófasett helst ekki, borðstofuborð helst ekki og svo fram eftir götunum.

Fyrir myndin:
Eftir myndin:

Þetta breytir oft svo miklu. Það getur alveg farið með mig þegar ég sé stóra og glæsilega stofu og svo er sófasettinu ýtt inn í eitt hornið eins og það hafi gert eitthvað af sér. Það er líka auðvelt að muna – sérstaklega fyrir þá sem þurfa að mála – að ef húsgögnin standa ekki upp við veggi þá nuddast þau ekki við veggina og það þarf oft sjaldnar að mála!
Það má líka nota aðra ágætisreglu um að láta húsgögn sem standa hlið við hlið, vera misjöfn að hæð. Ekki setja kommóðu við hliðina á kommóðu, skáp við skáp (nema þeir séu eins og þú sért að búa til samstæður). Þetta er ágætishjálpartæki.

069-www.skreytumhus.is-051
  • Hærri húsgögn!
    Ef það má ekki festa á veggi, þá eru háar hillur/skápar oft að bjarga málunum. Það er til mikið af fallegum hillum sem eru ekki yfirþyrmandi en það er hægt að breyta og skreyta endalaust! Eins má ekki vanmeta að stærri skrautmunir geta gert svo mikið, eins og vasar.
  • Plöntur!
    Stórar og smáar. Þær gera alveg svakalega mikið fyrir rýmin, og ef ekki má hengja neitt á veggina þá er spurning um að fjárfesta bara í stórri plöntu sem getur staðið og notið sín vel.
  • Speglar!
    Speglar geta umbreytt rými. Með því að staðsetja þá rétt þá getur þú aukið birtuna, látið líta út fyrir að vera aukagluggi og með stórum spegli sem þú hallar upp að vegg, þá er hægt að gera góða hluti. Þetta er líka frekar ódýr leið til þess að ná fram breytingu.
Mynd: Húsgagnahöllin
  • Lampar!
    Að setja fallega lampa á hliðarborðin, eða standlampa við sófann, þannig getur þú sett heilmikinn svip á rýmið þitt. Það er líka bara hægt að umbylta íbúðum/rýmum með fallegri birtu, og þú nærð alltaf fram huggulegri stemmingu með því að geta stjórnað birtunni.
This image has an empty alt attribute; its file name is www.skreytumhus.is2020-10-31-15.54.182.jpg

Vona að þessi póstur hjálpi þér sjá að það þarf ekki alltaf að hengja upp alls konar skraut til þess að skreyta rými, við eigum alls konar aðra möguleika í boði og um að gera að prufa sig áfram. Góða skemmtun! ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Post navigation

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *