Mottudansinn og afsláttarkóði…

…fyrir einum þremur árum þá var vinkona mín í algjörum vandræðum með stofuna sína og vissi bara ekkert hvernig hún vildi hafa hana, en vissi að hún vildi bara endilega breyta án þess þó að skipta öllu út. Það er alltaf svoldið skemmtileg áskorun…

…þegar ég var búin að redda og raða og laga, þá var þetta hér útkoman! Ansi mikil útkoma miðað við að mála ekki, skipta ekki úr sófum og hengja nánast ekkert upp á veggi. Ekki einu sinni gardínur.

Þið getið skoðað þennan póst og hvernig við gerðum þetta með því að smella hér! – Stofubreyting!

…Í þessu rými eru þessar flísar í svona terracottalit, og það þarf svo mikið að nota fallegar mottur til þess að dempa þær niður – og svo líka bara til þess að gefa hlýleikan og eru svona “akkeri” inn í rýmið.

Við breyttum rýminu 2017 og nú var svo komið að blessaður hundurinn hafði fengið svoldið í magann og gamla fallega mottan var bara komin í slæma stöðu. Svo langaði bara frúnna svoldið að breyta – þannig að ég kom að þessu svona núna…

…ég vissi af því að Húsgagnahöllin var að fá nýja sendingu af Nirmal mottunum sínum fallegu, og ég fór því á stúfana til þess að redda mottum til þess að prófa, og er þessi póstur því í samstarfi við Húsgagnahöllina (en ég er búin að vinna með þeim í nokkur sérlega farsæl ár).

Mæli sérstaklega með að þið smellið hér og skoðið úrvalið, því að það komu líka hringmottur og svo eru margar stærðir til. Eins er afsláttarkóði í enda póstsins sem er vert að skoða!

…þetta var svo skemmtilegt að prufa að máta motturnar, því við byrjuðum á að setja þær sem við vorum alveg vissar um að myndu ekki ganga. En hver einasta motta var með eitthvað við sig sem var að heilla. Þær hefðu allar getað gengið þarna inn, þannig að það var úr vöndu að ráða.
* * *

Við byrjuðum með þessa hérna: Ben Silver motta (athugið að Ben motturnar koma í fleiri litum – smella hér)

Ben Silver motta 200×300 – smella hér!

…við vorum mjög hrifnar af þessari. Það er eins og það sé smáááááá ljósblátt í henni, sem var virkilega fallegt. En hún er mjög skemmtileg blanda af ljósgráum tónum og brúnbeisuðum, og alveg ótrúlega falleg…

…hún er svo falleg þarna inni og tónaði einmitt vel við bleiku púðana, kom smá svona pastelfílingur…

…næsta motta sem var sett inn var Ishian Ivory, en hún er mjög ljós – svo mikið falleg. Þetta er alveg mottan sem ég vildi setja inn hjá mér að sumri til. Hún er líka í afskaplega hlýjum tón og tónar vel í grátt og brúnt…

Ishian Ivory motta 200×300 – smella hér!

…ég er reyndar sjálf alveg ótrúlega spennt fyrir þessari hérna, mér finnst alveg dásamleg ró yfir henni og eins og áður sagði – sé hana fyrir mér í rými að sumri og hún væri draumur…

…hér er svo næsta motta, sem er dekkri útgáfan af þessari fyrir ofan og heitir Ishian Silver. Þessi er líka alveg sérlega loflí. Hún er eiginlega bara pörfekt að mínu mati…

Ishian Silfur Motta 200×300 – smella hér!

…þessi er svona geggjuð blanda af ljósu, inni í miðju, og dekkra gráu mynstri til hliðanna. Það er samt ró yfir henni og bara var algjörlega að gera svo góða hluti þarna inni…

…og svo þessi hér – Ishian Antrazit. Dökkgráa útgáfan og þessi er æði – ég var sjálf með þessa í stofunni hjá mér og núna er hún komin í svefnherbergið…

Ishian Antrazit Motta 200×300 – smella hér!

…mér finnst nánast eins og þessi hérna geti ekki klikkað. Ekki of dökk og bara einstaklega falleg inn í rými…

…sko bara, hún er æði!

…svo að lokum var það eina mottan sem er ekki frá Nirmal merkinu, heldur frá Nordal, Nordal Venus, og hún er alveg draumur…

Nordal Venus motta 200×290 dusty grey – smella hér!

…þessi er alveg einstaklega fögur sömuleiðis – en ekki það, þær eru allar búnar að heilla, hver á sinn hátt…

…við vorum sammála um að þessi væri að draga vel niður orange tóninn í gólfinu og sömuleiðis fór hún vel með bleiku tónunum í púðunum…

…sett þessa mynd nánast alltaf með í svona mottupósta – því að hún er snilld og hjálpar mikið!

Athugið að ég ætla að sýna frá þessum mottutilfæringum inni á Instagram í dag: https://www.instagram.com/skreytum_hus/


…motturnar frá Nirmal eru handofnar í Indlandi, úr 100% bómul og til í mörgum dásamlegum litasamsetningum.  Afsláttarkóði er kominn inn á heimasíðu Húsgagnahallarinnar og með því að slá inn kóðann: hus21 fáið þið 15% afslátt af mottunum fram til 14.febrúar hvort sem þið farið í verslanirnar eða á heimasíðuna á netinu. ! Smellið hér og skoðið úrvalið!

…vona þið hafið haft gaman að og að þið eigið yndislega helgi ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *