…um daginn sýndi ég ykkur þegar ég stillti upp í Rúmfó á Smáratorgi (smella hér til þess að skoða þann póst), en ég sagði ykkur jafnframt að ég ætti eftir að fara aftur og festa up á veggina eitthvað skemmtilegt. Nú er það komið og það er magnað hvað það breytir alltaf miklu að setja eitthvað fallegt upp…
…þið sjáið strax muninn hérna…
…og svo þegar bara eru komnar smá hillur og krúsídúll, allt annað…
…hringhillan er líka alltaf flott…
…og mér finnst ótrúlega gaman að grúbba svona saman ólíkum hillum og gera eina heild…
…er ferlega ánægð með þessa hérna saman…
…neðri hillan með snögunum, ég finn hana ekki inni á vefversluninni en hún fæst í búðunum…
…svo finnst mér alltaf gaman að leika mér með speglana, að nota þá meira eins og listaverk fremur en bara spegil einan og sér…
…þarna er neðri spegillinn bara settur á skrúfu sem er látin koma aðeins lengra út úr veggnum en fyrir efri spegilinn…
…töff pottar og falleg gerviblóm…
…lofit…
Hér eru beinir hlekkir:
Roar hilla – smella
Face me spegill með hillu – smella
Kolsva vegghilla – smella
Allinge vegghilla – smella
Sveinung kertastjaki – smella
Valter myndarammi – smella
Kettinge vegghilla – smella
Vilmer vegghilla – smella
Regnar bakki – smella
Sortland spegill gylltur – smella
Valter rammi 21×30 – smella
Valter rammi 40×50 – smella
Gard vegghillur – smella
Njótið dagsins ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥