…ég ákvað að rölta stuttan hring í Húsgagnahöllinni rétt fyrir helgi og deila með ykkur nokkrum myndum, en það er einmitt útsala í gangi og margt fallegt sem er á snilldarverði.
Smellið hér til þess að skoða útsöluna á netinu!

…ferlega flottar luktir á 50% afslætti…

…Lukkutröllin eru alltaf yndisleg…

…mér fannst þessi sófi ótrúlega heillandi og fallegur litur á honum…

…hér sést líka svo greinilega hvað það gerir mikið að setja fallega púða í sófann, getur breytt útlitinu auðveldlega…

…fallega blár sófi, en gyllta litla hliðarborðið/blómasúlan var að heilla mig mikið…

…þessi sófi er dásamlegur á litinn, hann er svo fallega brúngrár…

…það er líka alltaf svo fallegt úrval af speglum í höllinni…

…þessi dama sagði ekki margt, en töff var hún…

…þetta finnst mér líka geggjað, grár sófi og svo hægindastóll í flottum lit með – púðar í sófann sem síðan tóna fallega við…

…og ef þið eruð að leita að púðum til þess að poppa upp sófasettið þá er sko geggjað úrval, og púðar á 30% afslætti…

…sést bara hér hvað það gerir mikið…

…stórir og flottir kertahringir í glugga – geggjaðir til þess að skreyta að vild…

…þetta ljós er svo dásamlegt, við notuðum það einmitt í fyrsta SkreytumHús-þættinum, sjá hér – smella…

…eins voru þessi hérna að heilla mikið – vá hvað þau er flott…

…annað geggjað ljós, þetta er æði…

…það má líka alltaf treysta á flott úrval af smáhlutum í hölinni, sérstaklega vösum og kertastjökum…

…þessi hérna vasi finnst mér t.d. hreint truflaður bara, hann er svo rustic og massífur – lof it…

…það má líka finna falleg strá og gerviblóm í vasana þarna…

…annar mjög ólíkur vasi en svo flottur, þessi svarti hérna og stjakinn með…


…það eru líka alltaf fallegar uppstillingar í Húsgagnahöllinni, gefur innblástur…

…geggjaðir kökudiskar, svo flottir…

…og fallegu Broste diskarnir, eins og ég á svarta, þeir fást ljósir núna….

…flottir í eldhúsið fyrir alls konar nytjahluti eða skraut…

…þarna sést minni týpan…


…önnur útgáfa af fjaðraljósinu, fallegt yfir t.d. hjónarúm…

…þarna er nú sitthvað fyrir okkur með trébrettablætið

…og þessi lína finnst mér æðisleg, á bæði könnuna og fyrir eldhúsáhöldin…



…vona að þið eigið dásamlegan sunnudag framundan ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥