Uppraðanir í Rúmfó – janúar…

…í gær fór ég í Rúmfó á Smáratorgi og setti upp hjá þeim tvö svæði. Annars vegar í anddyrinu frammi og svo strax þegar komið er inn, sitt hvoru megin við hurðina. Svæðið uppi á pallinum er í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Ég er að elska þetta fatahengi og svo eru þessar körfur alveg draumur…

Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

Körfurnar eru í þremur stærðum, og hér sjáið þið stærstu og minnstu saman. Þetta er svo fallegt leið til þess að geyma hluti, hvort sem er í svefnherbergi, barnaherbergi eða bara hvar sem er – þær eru ekki komnar í vefverslun en ég skal setja inn hlekk um leið og þær koma…

Elverum fatastandur – smella!

Mynd 1

…ég held að ég sé líka að elska þetta svona mikið út af því hversu mikið þetta minnir mig á sumarið eitthvað – liturinn er Vænn og er í litakortinu mínu hjá Slippfélaginu

…hinum megin við ganginn erum við líka að létta aðeins, nota saman bastið sem er svo mjúkt og hlýtt að sjá, með stálskáp með glerhurðum. En svona andstæður geta verið svo fallegar saman…

…litla hliðarglerborðið finnst mér líka dásemd og að para það með gærukollinum kemur vel út…

…dásamleg gullskrín sem er hægt að geyma skart í – æðisleg!

…smá gæra og fallegur púði, og allt er gott…

…en það er alltaf jafn gaman að setja upp svona uppstillingar, og gefa smá hugmyndir og innsýn í hvernig er hægt að raða upp hlutunum…

Hér er upptalning á því sem er á þessum palli:

Glerskápur – Virum
Spegill – Marstal 70cm
Vasi – Mathias
Hliðarborð – Sporup
Stóll – Bellelund
Blóm – Svenn
Púði – Skogsiv
Kollur – Valentin
Fjaðrir – Kristoffer
Ljós – Conrad
Motta – Villin
Gæra – Taks

Andyrið er síðan ekki alveg fullklárað, en ég á eftir að láta festa upp á veggina…

…en þessi geggjaði velúrsófi í flöskugrænu var svona sá hlutur sem setti tóninn fyrir þetta pláss…

Egedal sófi í dökkgrænu – smella!

…svo bland í poka af eikarhúsgögnum og basti, svona ferskleiki eftir jólin…

…geggjaðar nýjar hillur…

Intrup hillur – þrjár gerðir – smella!

…töff skrifborð sem fer lítið fyrir…

…og hilla með skáp í stíl…

Trappedal hilla og skrifborð – smella!

…þetta væri alveg geggjað í strákaherbergi…

Grænn velúr ruggustóll – smella!

Vona að þið hafið haft gaman af að skoða!
Njótið dagsins og helgarinnar ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *