…ég hef alltaf gaman að því að týna saman fallega hluti og sjá fyrir mér rými. Það eru nefnilega í raun alltaf nokkrir hlutir sem er hægt að nota til þess að skapa stemmingu, nánast sama hvaða pláss er um að ræða.
Það sem skiptir máli er: motta, púðar og bara almennt textíll. Falleg ljós, það skiptir miklu máli að vera með lampa og annað sem skapa notalega birtu. Falleg hliðarborð eru alltaf kjörin til þess að setja við hliðina á sófum, stólum og bara í skot sem annars stæðu auð – ofan á þau koma síðan vasar eða blóm, eða bara hvað sem þér finnst fallegt.
Skoðum saman nokkra hluti úr Rúmfó. Ég er í samstarfi við Rúmfatalagerinn en allar vörur eru valdar af mér sjálfri, og pósturinn er unninn að mínu frumkvæði.
…þessi sófi, og stóll í stíl, eru frekar nýkomnir og mér finnst þeir vera hreint æðislegir. Það er líka svo svakalega fallegt að hafa koníaksbrúnaleður sófa með t.d. gráum veggjum, I love it…
Leo þriggja sæta leðursófi – smella
Leo leður hægindastóll – smella
…annað sem er nýtt inn eru þessar hillur, ferlega töff – og þær væru t.d. geggjaðar á vegg og sófi fyrir framan!
…falleg hliðarborð eru snilld, þetta hér er æði – sérstaklega fallegt að setja með öðrum borðum…
…marmarahliðarborð sem er hreint æðislegt – ég á eitt svipað…
Haarby marmarahliðarborð – smella
…annað borð í uppáhaldi, glerborð á hjólum með tveimur hæðum að stilla upp á. Þetta er sérstaklega fallegt…
…gráir veggir og brúnn sófi, þá er þetta hin fullkomna motta með – ljós og flöffí – passar með báðu…
…smá glamúr kemur oft með svona metal fylgihlutum, svona blikföngum – silfur eða gull…
Jonny silfurvasi – smella
Roy vasi – smella
…hér er síðan gullblómastandur, gæti líka virkað eins og hliðarborð – mjög fallegur…
…geggjuð svört lukt getur bara ekki klikkað…
Johnsson lukt – smella
Hubertus lukt – smella
…fallegir lampar eru möst – gefa frá sér milda birtu og geta með því breytt svo mikið andrúmsloftinu inni í rýminu…
…svo þekkið þið púðablætið mitt, og fallegir púðar eru auðveldasta leiðin til þess að breyta í sófanum og stofunni með því…
…bast er líka alltaf frábær lausn til þess að koma með hlýleika og þessi stóll er æði…
…og svo auðvitað fallegar bastkörfur, fyrir tímaritin, prjónadótið eða bara teppin…
…eitthvað fallegt á veggi er möst – hér er t.d. hægt að setja marga kertastjaka saman…
Kertastjakar – Rúmfatalagerinn
…önnur lausn er að setja þessar hérna nokkrar saman á veggi, það kemur svo töff út. Auðvelt að mála þær í sama lit og veggurinn ef vill…
…önnur sem kemur vel út er hringhillan…
…svo langar mig líka að benda ykkur á þessa. Ótrúlega fallegir stólar til þess að hafa við borðstofuborðið, en eru líka þægilegir til setu í lengri tíma. Það er nefnilega t.d mjög sniðugt að vera með svona “flottari” stóla við enda borðsins báðum megin, og eiga þá líka sem aukasæti í stofunni og njóta sín vel með t.d. borð á milli!
Beata stólar – smella
Njótið helgarinnar elsku bestu ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!