…þetta ár sko! Þvílíka ár! Ég er í það minnsta viss um að þetta verði ekki ár sem gleymist auðveldlega, og ætti ekki heldur að vera það. Árið sem dóttirin fermdist og sonurinn varð 10 ára. Stórir viðburðir í lífi barnanna sem við náðum ekki að fagna sem skildi. En það er nú margt verra en það – þannig að ég neita að kvarta yfir svoleiðis.
En ég hef svo sannarlega ekki setið auðum höndum og ætla að nota þennan póst til þess að fara yfir árið, svona stikla á stóru – fara yfir helstu póstana:
Janúar
Stelpuherbergi – fyrir og eftir (smella)
Febrúar
Frá hugmynd að veruleika (smella)
90 ára gömul endurvinnsla (smella)
Mars
Hjónaherbergi – fyrir og eftir (smella)
Endalausir fermingarpóstar (smella)
Fallegt fermingarborð – Fréttablaðið (smella)
Apríl
Stóri gardínupósturinn (smella)
Maí
Nýjir litir í litakortið mitt (smella)
Íbúð 301 – margir póstar (smella)
Íbúð 202 – margir póstar (smella)
Skiptum út rúðum hér heima (smella)
Stofuhillur Rúmfó hack (smella)
Júní
Júlí
Félagsheimili fyrir og eftir (smella)
Ágúst
Haustinnblástur – gerviblóm (smella)
Innkaup – allt sem passaði í pokann (smella)
Dásamlegar stofumottur (smella)
September
Brúðarkjóll verður fermingarkjóll (smella)
Október
Tilkynnt um leyniverkefnið (smella)
Haustfílingur í hjónaherberginu (smella)
Nóvember
Jólaborð í Húsgagnahöllinni (smella)
SkreytumHús – 1.þáttur (smella)
SkreytumHús – 2.þáttur (smella)
SkreytumHús – 3.þáttur (smella)
Desember
SkreytumHús – 4.þáttur (smella)
Uppáhaldssnyrtivörurnar (smella)
SkreytumHús – 5.þáttur (smella)
SkreytumHús – 6.þáttur (smella)
Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi listi, póstarnir á þessu ári voru 168 talsins, þannig að ég kem þeim ekki öllum hingað inn 🙂 En ég þakka ykkur fyrir samfylgdina í ár, sem og öll gömlu árin. Það er svo dýrmætt að fá tækifæri til þess að deila með ykkur hingað inn, sem og inn á Instagram og Snapchat og þetta ár var í raun stærra en mig óráði fyrir með nýjum tækifærum. Ég er ótrúlega þakklát í árslok, er meyr að vanda og þakka ykkur öllum sem leggið leið ykkar hingað inn – takk fyrir mig!
Um leið og ég óska ykkur gleðilegs ár og þakka fyrir liðnu árin, þá vona ég svo sannarlega að 2021 fari örlítið blíðlegri höndum um okkur öll en 2020 – við yrðum öll ánægð með það!
Rafrænt áramótaknús til ykkar allra, öðruvísi verða víst knúsin ekki í ár ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau ♥