…það er eins gott að henda inn alls konar jólakrútti, svona á meðan maður getur. Eins og t.d. þessi mynd af syninum með Mola, þeir voru að fara í göngutúr – ég bara get þetta ekki sko, einum of sætir ♥
…ég gerði líka krans og sýndi ykkur á Instagram, mjög einfaldur. En þetta er allt saman úr Rúmfó:
Stálhringur
Gervigrenilengur
Gervigrenigrein
Sería sem má vera inni eða úti með timer
Smá af löber sem var klippt í slaufur
Könglar
…mér fannst þessi koma svo vel út…
…einfaldur en fallegur…
…það er líka snilld að vera með timer á svona krönsum, og þurfa ekkert að spá í að kveikja á þeim…
…það þarf líka ekki mikið til þess að skreyta svona eins og sést…
…ég tók líka úr kertaskálinni minni frá Myrkstore, og gerði lifandi skreytingu í hana…
…smá rósir og greni, ásamt brúðarslöri. Svo bara kúlur, könglar og stjörnur…
…það er ótrúlega fallegt að vera svona með lifandi blóm í skreytingum, en ég gerði þetta bara á Þorláksmessukvöld…
…séð í smáatriðum…
…og svo fallegt þegar kveikt er á kertunum! ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.