…eða í raun bara eitt og annað sem tengist blessuðum jólunum. Myndir sem mig langar að deila hingað inn…
…langaði að sýna ykkur Pínurnar mínar, sem eru vanalega í þessu glerboxi en núna tók ég þær úr boxinu og setti jólakúlur í staðinn – mér finnst það koma fallega út…
…eins notaði ég kertastjakana sem nokkur konar jólakúluhaldara, það má alveg sko 🙂
…eldhúsglugginn er svona með látlausara móti, í raun ekkert í honum sem mætti ekki standa áfram í jan og febrúar að mínu mati…
…er súper ánægð með arinhilluna sem er líka, að mínu mati, með látlausara móti. Aðventuljósið frá Byko, og svo lét ég lengjuna lafa aðeins niður, finnst það koma vel út, svo standa þessir Hnotubrjótar vel fyrir sínu….
…skáphurðarnar í stofunni finnst mér sérlega fallegar, er mikið að hugsa um að finna þeim stað áfram eftir jólin og langar svo að gera spegla í þær, eins myndi ég vel halda kransinum áfram…
…Kahler kertahús í bland við Rúmfó kertahús, þetta virkar allt saman…
…ég fékk nokkrar myndir úr fermingarmyndatöku dótturinnar núna fyrir jólin og fór strax í að stækka þær. Myndirnar tók hún Unnur Magna (getið skoðað hana hérna). Ég hef bara verið að stækka myndirnar hjá Hans Petersen (ekki auglýsing og greitt fullu verði) og er mjög ánægð með þær og hversu hröð þjónustan er. Við létum stækka eina mynd upp í plagatastærð ca 50×60 og kostaði hún 4000kr og þær sem eru 30×45 kostuðu 2100kr.
…sjálf þá elska ég að stækka myndir og setja í ramma, finnst þær allar njóta sín svo mikið betur þannig og ég nýt þess að hafa þær fyrir augunum…
…breytti út af vananum og tók gyllta ramma á ganginn og finnst það koma vel út – skemmtileg tilbreyting…
…og hversu falleg er þessi mynd sko…
…sama með litla manninn okkar, yndislega tímalaus mynd af honum…
…ég veit sko ekkert fallegra en að hafa myndir uppi við og mæli bara hiklaust með…
…sumir gagnrýna og segja að fjölskyldumyndir eigi ekki erindi í stofur, en ég blæs á slíkt og segi bara að maður eigi að hafa einmitt það sem manni langar að hafa – hvort sem það eru myndir af börnunum eða bara afa gamla. Þín stofa, þitt val!
…baðið fékk líka smá skreytingu, svona í tilefni jóla…
…þannig að ég vona að þið hafið fengið kannski 1-2 góða hugmyndir úr þessum pósti og haft gaman að – knús í daginn ykkar ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Hæ Soffía Dögg.
Æðislega flott hjá þér gaman að sjá. Hvar fékkstu stóru hillurnar sem myndirnar eru í?
Kær kveðja Rannveig
Hillurnar fást í Tekk ❤
Sæl Soffía.
Hvar fékkstu stóru krukkurnar?
Kær kveðja Rannveig.