Jólaborðið okkar…

…ég hef nú deilt inn myndum af jólaborðinu okkar held ég frá byrjun og hér er borðið eins og það lét út á aðfangadag…

…ég var með dúk sem ég keypti erlendis fyrir nokkrum árum og er með svona glitri í, sem gerir hann sérlega sparilegan. Svo langaði mig að fá smá meiri rustic fíling og setti því bastmottur frá Rúmfó undir diskana…

…ég tók aðventukransinn í sundur og notaði bara 2 og 4 til þess að skreyta eitt stórt kerti á matarborðinu, vafði bara einni grein í kringum og setti smá brúðarslör með…

…síðan var ég með Broste diskana okkar úr Hessian stellinu, sem við erum búin að eiga í ein 15 ár og auðvitað B&G Juleaften sem forréttadiska ofan á…

…eftir miðju borðinu setti ég síðan tvær gervigrenilengjur frá Rúmfó, ásamt smá brúðarslöri og nokkrum jólakúlum. Svo voru fallegu Stoff stjakarnir mínir settir inn á milli…

…servétturnar fékk ég í Fjarðarkaup og mér fannst þær svo einfaldar og fallegar, að ég var að kaupa mér einn pakka. Svo til þess að vera ennþá ýktari týpa, þá fannst mér líka skemmtilegt hvað skriftin á Gleðilega hátíð var svipuð skriftinni á jólakúlunum frá Rae Dunn sem voru á borðinu líka 🙂

…mér fannst þetta svo koma bara mjög fallega út…

…svo eins og alltaf, það er eins og töfrar sem verða um leið og kveikt er á kertum…

…einfalt borð að mínu mati, en kom vel út…

…jólatöfrar, ekki satt?

❤

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Jólaborðið okkar…

  1. Harpa Hannibals
    29.12.2020 at 15:09

    Dásamlega fallegt 💞 Óska þér og þínum gleðilegra jólarestar og farsældar á nýju ári. Hlakka til að halda áfram að fylgjast með þér. Knús í hús á þig og þína 💞

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.01.2021 at 01:04

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *