…þá er komið að lokaþættinum og vá hvað þetta er búið að vera skemmtilegt, lærdómsríkt og bara hreint dásamleg lífsreynsla ♥
Þar sem við erum komin svo nálægt jólum ákváðum við að hafa einn þáttinn með öðru sniði og með jólalegu ívafi. Þannig að í þessum þætti er ég, og Moli, að jólaskreyta heima hjá mér og deila alls konar sniðugum lausnum og hugmyndum.
Ég mæli að sjálfsögðu með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn…
…hér heima er að sjálfsögðu jólaskreytt í forstofunni líka, og hún er reyndar í miklu uppáhaldi hjá mér – fyndið hvernig þetta rými sem var í upphafi pláss sem ég þoldi varla er orðið svona mikið uppáhalds. En það breyttist þegar við tókum burtu forstofuskápinn (hver segir að það þurfi alltaf að vera skápar í forstofum?), skiptum út gömlu útihurðinni, og svo elska ég að fyrsta rýmið sem komið er inní setji svona tóninn fyrir restina af húsinu.
Hér er póstur um jólaskreytingar á ganginum – smella.
Hér er pósturinn þegar við skiptum út hurðinni – smella.
Hér er pósturinn um hvað mikið breyttist við að taka skápinn – smella.
…í stofunni sáuð þið stóru “frönsku gluggana”, en þetta eru einfaldlega gamlar skáphurðar sem ég keypti á nytjamarkaði í eyjum fyrir nokkrum árum…
…glerkrukkurnar í eldhúsinu eru í miklu uppáhaldi og ég er búin að vera að safna þeim í ein 10 ár núna. Það er endalaust hægt að leika sér með skreytingar í þær en litlu húsin, snjór og tré eru í miklu uppáhaldi.
Póstur um hvaðan krukkur séu – smella hér!
Litlu Húsin eru frá Rúmfatalagerinum – smella hér!
…í fyrsta sinn fann ég hnotubrjóta, hnetubrjóta?, sem ég féll alveg fyrir. En þessir eru frá merkinu Lene Bjerre og fást í Húsgagnahöllinni. Elska hvað þeir eru stílhreinir og flottir. Er með þá í svörtu, beis, gráu og gylltu. Nota síðan bækur til þess að hækka þá upp eftir þörfum. Svarta aðventuljósið kemur frá Byko og grenilengjan er svo frá Rúmfó…
Smella hér fyrir hnotubrjóta frá Húsgagnahöll!
Smella hér fyrir aðventuljós frá Byko
Smella hér fyrir greni í Rúmfó
Jólatré frá Rúmfó
Smella hér til þess að skoða hreindýr í Húsgagnahöllinni!
…geggjuðu föturnar undir jólatrén fékk ég í Rúmfó, en ég sá þetta ekki netversluninni þeirra. En ég sá nóg úrval af þeim á Smáratorgi bara núna um daginn…
…annað sem ég varð svo skotin í voru þessi hérna velúrhreindýr, dásamleg, og koma í þremur litum. Elska hvað þau eru virðuleg og falleg!
Smella hér til þess að skoða hreindýr í Húsgagnahöllinni!
…í eldhúsinu var ég að leika mér að því að “byggja upp” sem er auðvitað eina leiðin þegar að landssvæði klárast. En hillan er frá Húsgagnahöllinni og svo má bara skreyta eftir því hvað er að heilla ykkur mest. Ég er með hús og tré, og svo lítil dýr sem keypt eru í dótabúð…
…það eru ledljós inni í húsunum, lofit…
Hillan er frá Húsgagnahöllinni – smella!
Húsin eru frá Rúmfó – smella!
Trén eru frá Rúmfó – smella!
Snjórinn fæst t.d. í Byko.
…stóri aðventukransinn á borðinu var vafinn með ekta greni og þið getið skoðað hann með því að smella hér!
Fallegu trén sem sjást í baksýn koma frá Rúmfó, og þið getið skoðað þau með því að smella hér og síðan hér!
…fallega svarta skálin sem ég raðaði í kemur frá Myrkstore.is og þið getið skoðað hana nánar hér…
…ég lagði síðan á jólaborð, eins og sást í lok þáttarins…
…en ég elska að nota gömlu B&G Juleaften diskana fyrir forréttinn á jólunum…
…borðskrautið er bara tvær lengur frá Rúmfó, og síðan geggjaðir hnettir sem ég fékk í Dorma og jólakúlur frá Rúmfó…
Smella hér fyrir greni í Rúmfó!
Jólakúlur frá Rúmfó – smella!
Hnöttur frá Dorma – smella!
Löber frá Rúmfó – smella!
Tauservéttur frá Rúmfó – smella!
…hnettirnir og jólakúlurnar eru svo skemmtilegt saman…
…stjakarnir eru því miður gamlir og fást ekki lengur…
…en tauservétturnar frá Rúmfó koma sérlega fallega út með…
…bundið utan um með glitrandi pakkabandi og svo bara skrautblóm á klemmu…
…það kemur fallega út að hafa jólakúlurnar og hnettina bara svona liggjandi með…
…og eins og áður sagði, þá eru Juleaften diskarnir dásamlegir, þessi er frá 1939 og sýnir Óla Lokbrá. Ég hef oftast keypt þá á antíkmarkaðinum hjá henni Kristbjörgu á Heiðarbraut 33 á Akranesi…
…stellið heitir Hessian og er frá Broste og fæst í Húsgagnahöllinni, við fengum það í brúðargjöf fyrir 15 árum…
…ljósið fallega er frá Byko og stjörnurnar sem í því hanga sömuleiðis…
…þar sem ég veit að þessi spurning kemur þá svara ég henni fyrirfram. Borðið okkar er mjög stórt, það er alveg 120x240cm, og það er alveg nóg pláss til þess að hafa fötin og annað slíkt til hliðanna. Annars set ég líka oft bara fötin á eyjuna – því að sjálf kann ég betur að meta stemminguna sem myndast við að sitja við fallega skreytt borð, fremur en að hafa stutt í kjötfatið. En þetta er val hvers og eins…
…kann vel að meta þessa fallegu löbera, sem eru líkaódýrir því að þeir eru svona rustic en samt sparilegir – er alveg að fíla þetta með grófa borðinu okkar…
…vona að flestum spurningum sé þá svarað og annars er ykkur velkomið að senda á mig!
…þess ber líka að geta að allir veggirnir í alrýminu hérna heima eru málaðir í Draumgráum, sem er einn af litunum mínum hjá Slippfélaginu og ég mæli með að þið kíkið í einhverja af verslunum Slippsins og nælið ykkur í nýja litakortið mitt sem var að koma út!
…enn og aftur þá þakka ég ykkur frá innstu hjartarótum fyrir alla velvildina, skilaboðin og bara almennt elskulegheitin sem hafa streymt frá ykkur á meðan á þessu stóð. Það er alveg ómetanlegt að finna allan þennan stuðning og ég tek hann ekki sem sjálfsögðum hlut – takktakktakk! ♥
…Moli þakkar líka fyrir að hafa fengið loks frumraun sína á skjánum, og bíður nú bara eftir að tilboðin frá Hollywood fari að streyma að!
Svo er það bara stóra spurningin: Sería 2?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥