…þar sem við ættum sem flest að vera að versla á netinu og sýna aðgát, þá fannst mér alveg kjörið að benda á vefverslun Krabbameinsfélagsins, þar sem hægt er að versla svo margt fallegt og leggja góðu málefni lið á sama tíma! Mér finnst velflest á þessum lista vera þannig að það gæti verið alveg fullkomna gjöfin handa mömmu, tengdamömmu, systur eða bara hverjum sem er auðvitað. Að gefnu tilefni þá er þessi póstur unninn að mínu frumkvæði og er ekki kostaður að neinu leyti.
Þegar þú verslar í vefverslun Krabbameinsfélagsins styrkir þú starf félagsins í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og fjölskyldna þeirra.
Feitletraði textinn eru beinir hlekkir á vefverslunina.
- 1. Heimili – þessi bók er sko á mínum óskalista fyrir jólin.
- 2. Api Kay Bojesen – mini – svartbæsaður – klassíkin komin í svörtu.
- 3. Jólakúla Moomin – 9 cm – 4 tegundir – ef einhver í þínu lífi elskar Múmín.
- 4. Handáburður + handsápa – Meraki gjafakassi – þetta er dekurpakki handa þeim sem á allt, mjög svo praktísk og falleg gjöf.
- 5. KeepCup ferðamál – fyrir þá sem elska kaffi og vilja drekka úr fallegu ferðamáli.
- 6. Handáburður + handsápa – Meraki gjafakassi
- 7. Rakagefandi sokkar frá Meraki – vilja ekki allir smá dekur?
- 8. Íslensk flóra – veggspjald – fallegt á vegginn og fróðlegt.
- 9. Jólailmkerti – Nordic Pine frá Meraki – ilmur af jólum.
- 10. Jólakúla Moomin – 7 cm – 4 tegundir
- 11. Heima kertastjaki – Normann Copenhagen – ótrúlega fallegur og stílhreinn, ekta til að nota svo sem aðventukrans á jólum.
- 12. Eldvarnarteppi – Solstickan – gerast ekki mikið fallegri en þessi.
- 13. Skóhorn – Normann Copenhagen – gordjörr og stílhreint.
- 14. Seðlaveski frá Secrid – falleg veski sem koma í veg fyrir skönnun á kortunum – stílhreint og klassískt.
- 15. Svefn – bókin um svefn og allt sem þú þarft að vita.