Þegar ég lagði af stað í þessa þáttagerð þá var ég mikið að spá í bæði fatnaði og snyrtivörum. Sérstaklega var mér umhugað um snyrtivörur þar sem ég var alls ekki ánægð með meikið sem ég var að nota og fannst það ekki haldast vel á andlitinu. Ég spurði þá hana Evu Laufey ráða, enda lítur hún alltaf óaðfinnanlega út, og hún sagði mér að tala við þá sem flytja inn Sensai-snyrtivörurnar, að þær bara gætu ekki klikkað.
Ég hafði því samband og var svo heppin að þær voru ekkert nema elskulegheitin og fannst það sjálfsagt að vera mér innanhandar í þessari vegferð. Ég var því svo heppin að fá vörurnar sem ég fjalla um hérna í samstarfi, en þetta var algjörlega óháð umfjöllun og er ég bara að deila þessu með ykkur af því að ég finn sjálf svo mikin mun og er svo ánægð með það sem ég hef verið að nota! En ég vil líka taka það fram að þetta eru vörurnar sem henta mér og minni húðtegund og það er oft mjög mismunandi hvað er að henta hverjum og einum.
Athugið að feitletrað/undirstrikað eru beinir hlekkir á síðu Beautybox.is!
Sensai – Cleansing Oil (Step 1) – þessi hérna er alveg snilld og maður finnur bara hvernig farðinn bráðnar af andlitinu. Samt mild og mjög þægilegt að nota. Þetta er fyrsta skrefið í húðhreinsun á kvöldin.
Sensai – Creamy Soap (Step 2) – þegar búið er að nota olíuna þá nota ég þessa hérna, set smá í lófann og hún freyðir vel og ég nota hana yfir allt andlitið. Ég nota þetta líka sem fyrsta skref á morgnana.
Sensai – Sponge Chief – Það er líka alveg geggjað að nota svampklútinn frá þeim til þess að þrífa andlitið og ég hef ekki notað bómul síðan ég hef að nota hann. Umhverfisvæn snilld sem ég mæli 100% með.
Sensai – Absolute Silk Micro Mousse Treatment – ok þessi hérna er alveg bomba. Húðin verður eins og silki þegar maður er búin að setja þetta á andlitið og fyllt af raka. Ég er t.d. alveg að verða búin með mína og er alveg að spara mér restina af þessu.
Sensai – Cellular Performance Throat and Bust Lifting – ofsalega gott krem á háls og bringu, mjög svo gott fyrir okkur sem erum orðnar “fullorðnar”.
Sensai – Absolute Silk Fluid – dásamlegt rakakrem, sem ég notað bæði kvölds og morgna.
Síðan ég hóf að nota þessar vörur þá hef ég ekki fundið fyrir þurrk í húðinni og hef verið mjög góð þrátt fyrir kuldann.
En það er líka ótrúlega mikilvægt að byrja á grunninum áður en farið er í förðunarvörurnar og það skiptir sköpum til þess að þær endist betur á andlitinu og áferðin verður öll betri. Þannig að ég tel hérna upp vörurnar, nokkurn vegin í þeirri röð sem ég nota þær.
Sensai – Bronzing Gel – litað gel sem gefur húðinni frísklegt útlit.
Sensai – Cellular Performance Cream Foundation – ég á bara ekki orð yfir þessu meiki, þetta er það allra besta sem ég hef nokkurn tíma notað. Þekur vel en andlitið verður ekki svona “keikí” og ég þarf í raun ekki að nota felara þegar ég er að nota þetta hér! Besti í heimi! Sérstaklega fyrir okkur sem erum komnar með þroskaða húð, við þurfum þennan raka!
Þið sjáið að kassinn fer utan um þann lit sem ég er að nota!
Sensai – Loose Powder – frábært laust púður sem ég nota hérna heima, um leið og ég er búin að setja meik, svona til þess að “festa” farðann.
Sensai – Total Finish áfylling – þetta er klassíska frábæra púðrið sem ég er alltaf með í veskinu, alveg síðan ég var í menntaskóla.
Sensai – Sun Protection Compact – þetta var ég að prufa í fyrsta sinn núna í haust og ég elska það, finnst frábær þekja og virkilega falleg áferð.
Sensai – Lash Volumiser 38C – þessi maskari er einn sá allra besti, 100% meðmæli.
Sensai – Eye Shadow Palette – virkilega falleg augnskuggapalletta, alveg fullkomin hversdag, sem og auðvitað spari.
Sensai – Liquid Eyeliner – þessi er einstakur, blautur eyeliner sem er fullkominn.
Nú er ég ekki mikil varalitakona, en á einn dásamlegan varalit frá Sensai og hann er alveg geggjaður. Mjúkur og þægilegur og þurrkar ekkert varirnar – húrra!
Sensai – The Lipstick – Einstakur lúxusvaralitur sem spornar gegn öldrun. Dýrmætir eiginleikar gulls og silkis sameinast um að veita varasvæðinu fullkomna áferð og mýkt.
Langar líka að benda ykkur á tilboðspakka sem eru inni á Beautybox núna, þar sem förðunarfræðingurinn Helga Kristjáns er búin að velja saman nokkrar snilldarvörur – geggjað fyrir ykkur sem vantar einhverjar jólagjafir – smella hér! Það er líka mjög þægilegt að versla á netinu á Beautybox.is, þannig að það er mjög hentugt.
Sensai – Ljómandi rakabomba – Hér hefur Helga Kristjáns valið sínar uppáhaldsvörur til að framkalla ljómandi húð og glansandi, girnilegar varir.
Sensai – Fullkomin augnumgjörð 03 – Helga Kristjáns hefur valið sínar uppáhaldsvörur til þess að gera fullkomna augnumgjörð. Snyrtivörunum hefur verið gerð góð skil í förðunarmyndböndunum hennar vinsælu.
Vinsælar spurningar:
Hvernig berðu á þig meikið?
Ég nota bursta og síðan rakan svamp til þess að dúmpa yfir.
Vona að þið hafið haft saman af þessari samantekt, mæli líka 100% með að fylgja Sensai Cosmetics á Facebook, en þær eru einstaklega duglega að setja inn efni, og við það að svara og ráðleggja þarna inni – alveg til fyrirmyndar!
Smella hér til þess að fylgja Sensai Cosmetics á Facebook.
1 comment for “Uppáhalds snyrtivörurnar…”