…ég var að sýna í gær krans inni á Snapchat og á Instagram. Ofur auðvelt að gera hann og hann er ykkar að eilífu, því ekki skemmist gervi grenið. Maður setur hann því einfaldlega í poka og svo er bara að kippa upp aftur að ári og skreyta upp á nýtt, eða ekki – hann er líka ósköp fallegur svona óskreyttur.
Í kransinn þarftu:
- Kransaundirlag, ég er að nota 40 cm
- Gervigrenilengjur úr Rúmfó – ég nota 2 stk en 3 stk væri fullkomið
- Blómavír eða roman nálar
- Mosa, börk eða köngla/skraut að vild
…það er svo ekkert flóknara en að leggja lengjurnar meðfram kransinum og pinna þær niður með nálunum, eins og ég sýni hérna í myndbandinu…
…að lokum er svo bara að skreyta hann að vild. Ég notaði mosa og börk í þennan hérna, en það mætti svo sannlega bæta við könglum eða meira skrauti…
…eins og sést hérna þá er grenið mjög fallegt…
…og börkurinn gerir þetta enn meira lifandi að sjá…
…mér finnst svo alltaf fallegt að nota trébakka undir, og þessi hérna er líka frá Rúmfó og kemur í tveimur gerðum: smella hér til þess að skoða…
…síðan notaði ég bara stór hvít kerti, og setti litlu númerin (líka úr Rúmfó) á, og litlar hvítar bjöllur með…
…einfaldur og svolítið rustic að sjá…
…vona að þið hafið haft gaman að – njótið dagsins! ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni