Nóvemberlok…

…þau eru víst alveg að koma, blessuð jólin – eða í það minnsta desember. Ótrúlegt hvað nóvember leið hratt…

…ég elska að finna mér falleg og góð ilmkerti, og þetta hérna heillaði mig alveg upp úr skónum þegar ég rakst á það í Dorma. Yndisleg jólakanillykt – smella hér til þess að skoða! Það eru líka til fleiri týpur.

Athugið að Dorma er með auglýsingu hér á síðunni,
en þetta er ekki kostaður póstur!

…Molinn er reyndar mjög þolinmóður að bíða jólanna, næstum eins og hann þurfi ekkert að gera 🙂

…í það sem mál málanna í dag, eru aðventuskreytingar og kransar. Eins og þið sáuð kannski, þá deildi ég nokkrum hugmyndum með Vísir.is – smella hér til þess að skoða!

…en ég tók einn af fallegu kertastjökunum frá Myrkstore.is (#gjöf) og skreytti þá örlítið, en það er snilldin við svona stjaka hvað það er auðvelt að leika sér með þá!

Hér er það bara snjór, smá börkur og bambi…

…hér lítið jólaævintýri, með snjókalli, ljósastaur og tré (úr Byko)…

…allt í hvítu, bambi og jólabjöllur…

…hvít keramik ljóshús og lítið jólatré…

…nú eða bara mandarínurnar, klassíkin…

…inni í stofu langaði mig svo að gera bara einföldustu útgáfu af kransi sem mér datt í hug…

…en þetta er bara basthringur sem ég vafði með gervigreni fyrir nokkrum árum. Þannig að hann stendur sig vel og er bara alltaf eins. Ég setti viðarplötu sem ég átti í botninn, til þess að lyfta upp kertunum – og raðaði þeim svo ofan á. Síðan fyllti ég einfaldlega upp í með gervisnjó. Númerin eru gömul og koma frá Húsgagnahöllinni

…svo einfalt en mér finnst það reyndar svo fallegt – ætla síðan að deila með ykkur myndum af kransinum sem ég vafði með ekta greni í næsta pósti.

Þið getið síðan smellt hér til þess að skoða 10 ár af alls konar aðventu-tengdum póstum!

Vona að þið eigið yndislega helgi …

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *