…ég hef áður sagt ykkur frá Myrkstore.is, en þessi yndislega netverslun er í eigu hennar Tönju – smella hér til þess að skoða fyrri póstinn.
Ég dáist alveg að henni Tönju og alla þá aðlúð sem hún setur í búðina sína, val á vörum og hversu fallega hún skilar af sér vörunum. Sjáið bara persónulegt kort á hvern pakka, og pakkað inn með merktum borða. Alveg til fyrirmyndar…
…ég fékk að velja mér nokkra muni til þess að sýna ykkur – þannig að hlutirnir eru fengnir sem gjöf en það er ekkert greitt fyrir póstinn.
Þessi hérna bakki fannst mér alveg geggjaður. Virkilega fallegur til þess að skreyta og leika sér með…
…ég byrjaði á að setja köngla í hann…
…hvít kerti, því ég elska hvít kerti með – þau eru bara svo stílkrein og tímalaus…
…svona gæti hann staðið veturlangt, þetta er alls ekki bara jóla…
…en svo til þess að jóla þetta aðeins upp, þá bætti ég við smá mosa og litlum hvítum stjörnum, og auðvitað dass af gervisnjó…
…þetta er svo mikið að mínu skapi, einfalt og jóló – lofit!
Til þess að skoða Sund kertastjakann – smellið hér!
…í Myrkstore fást líka fallegu servétturnar með verkunum eftir Pétur Gaut. Afskaplega fallegar…
…kemur fallega út á borði með kertastjakanum góða…
…næst er annar kertastjaki sem kallar á að láta skreyta sig, en það er þessi hér: Lidatorp kertastjaki. Ég er með gráan og er líka til í svörtu og er alls ekki síðri: Lidatorp svartur – smella hér…
…eins mikil skreytiskjóða og ég er, þá finnst mér þessi einfaldleiki svo fallegur, bara snjór og tveir bambar og allt í einu ertu komin með lítinn ævintýraheim…
…svo er hann svo fallegur á borði…
…hérna skellti ég honum svo ofan á lítinn kökudisk á fæto, svona til þess að lyfta honum aðeins upp – hér væri t.d. enn fallegra að hafa hann svartann…
…hér sést hann síðan með “Jamar” bakkanum, en hann fæst einmitt líka í Myrkstore – smella hér til þess að skoða – bakkinn er því miður uppseldur…
…eitt því sem heillaði mig upp úr skónum voru svo þessir hérna Ekeberga gólfstjakar, þeir eru alveg hreint dásamlegir. Þeir eru hreint geggjaðir og voru að koma í hvítu líka!
…þrátt fyrir að þeir séu flottir líka á gólfi, þá finnst mér þeir æðislegir svona ofan á eyjunni okkar…
…geggjaðir með bakkanum fallega…
Smellið hér til þess að skoða MYRK STORE!
Smellið hér til þess að fylgja MYRK STORE á Facebook!
…er alveg að elska þetta! Mæli með að þið skoðið þessa litlu fallegu netverslun, sem er með persónulega þjónustu og dásamlegar vörur. Hún Tanja er alveg í þessu af lífi og sál og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hana blómstra í þessu!
Sniðugt að kaupa einhverjar jólagjafir handa fagurkerunum í lífi ykkar, eða bara ykkur sjálfum!
Frí sending um allt land ef verslað fyrir meira en 10.000 kr.
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!