Hvítar stjörnur og kerti…

…jæja, ég er sko farin að jóla meira heldur en minna. Enda ekki seinna vænna, barasta rétt um mánuður í jól. Ég sýndi ykkur um daginn að ég er komin með fallegasta dagatalskertið upp inni í stofu – smella hér til þess að skoða – en í póstinum í dag langar mig að sýna ykkur eldhúsgluggann í jólabúningi…

…eins og sést á þessari mynd þá keyrir litli jólabíllinn á milli rýma (hann var keyptur í USA) en ég er svo hrifin af þessum litlu keramikhúsum (og það eru led-ljós innan í þeim). Þessi hús fást í Rúmfó, smella hér

…og svona byrja oftast skreytingarnar hjá mér, smá aukning á kertum, smá jólatré og smá hús og kózýheit…

…ég er stöðugt að hreyfa þetta allt saman til, og hér setti ég dásamlega bakkann frá Fabia Design (smella hér til að skoða), og lét húsin standa þar ofan á. Litla jólatréð er gervi og fæst í Húsgagnahöllinni…

…en svo kom að því að blessaðir jólakassarnir voru sóttir upp á háaloft, fullir af fallegu skrauti og góðum minningum…

…og í miklu uppáhaldi hjá mér eru þessar keramikstjörnur sem ég fékk mér í Rúmfó, sennilegast um 2014. Þær eru í svo miklu uppáhaldi að ég held að ég sé búin að nota þær á hverju ári síðan þá…

…fyrst setti ég upp gardínustöngina sem ég á inni í geymslu, og er með ljósastjörnunum tveimur frá Byko. Snúran er þrædd innan í stöngina og verður frágangurinn því mjög snyrtilegur.

Ég setti síðan tvo franska glugga sem ég á í. en þá þurfa gluggatjöldin að vera svo langt dregin niður og mér fannst það alveg glatað…

…þannig að burtu fóru glugganir og þess í stað komu corullysgreinarnar (fást í helstu blómabúðum á þessum árstíma) og gervilengja af greni, auk þess sem ljósasería var sett í…

…síðan fóru dásemdar stjörnurnar mínar upp og ég verð bara ekki leið á þeim…

…ein auka fékk síðan að fara inn í hilluna á veggnum…

…og ég er sérstaklega hrifin af hversu fallegar þær eru þegar það er myrkur úti…

…og svo í dagsbirtunni…

…annars er ég að vanda hrifnust af hvítu og stílhreinu skrauti, og hér er nánast ekki neitt nema bara eucalyptusgreinin ofan á speglinum, og svo einn lítill kertastjaki – en samt finnst mér þetta hátíðlegt og fallegt…

…þessi hérna skreyting varð líka til, svona súper einföld, en vá hvað ég er hrifin af þessu. Fallegi diskurinn minn, ég fékk hann í Salt en fæst líka t.d. í Fakó og í Myrkstore.is, og á hann setti ég tvo einfalda kertastjaka og ledkerti úr Rúmfó. Gervigreni sem var bara sett í hring og svo stór glerkúpull sem ég átti fyrir. Talnaband sem ég keypti í kirkju í París fyrir nokkrum árum og ég ELSKA þetta…

…konan sem skreytir eldhúsið sitt, aftur og aftur greinilega…

…nýjasta viðbótin við gluggann eru síðan þessir kertahringir sem bættust við í vikunni úr Byko…

…en ledkertaljósin eru á timer og það kveiknar því bara á þeim sjálfkrafa og slokknar, sem er snilld. Þau virka líka alveg eins og lifandi ljós sem mér finnst svo fallegt…

…þannig að þetta er það sem er komið í eldhúsið, svo er bara að færa sig í næstu rými! Takk fyrir að kíkja í heimsókn í dag – knúsar

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *