Innlit í Byko…

…en þegar ég var að velja í jólaborðið um daginn – smella hér – þá ákvað ég að taka nokkrar myndir og deila með ykkur. Þessar myndir eru teknar í Byko í Breiddinni, og það á að vera hægt að finna eitthvað af þessum munum í vefverslun, auk þess sem það ætti að vera hægt að hringja á þjónustuborðið…

Byko er með auglýsingu hér á síðunni en þessi póstur er ekki kostaður og er unninn að mínu frumkvæði og allar vörurnar valdar af mér.

…þið sem hafið fylgst með mér í einhvern tíma þekkið ást mína á húsum á þessum árstíma, og þessi hvítu keramikhús með ledperu innan í eru dásemd, og sérstaklega fallegt að sjá þessi viðartré þarna í baksýn…

…þessir eru nú ekki jóló, en mér þættu þeir ansi hreint sætir í jólapakka, t.d. fyrir töff unglingaherbergi…

…geggjuð viðarbox með glerloki…

…aðrir flottir kertastjakar og þessir eru tignarlegir…

…þessir lampar glöddu mig svo sannarlega – alveg snilld bara 🙂 Væri til í þennan í strákaherbergið hér heima…

…ofsalega fallegir gullhnettir – og til í fleiri litum…

…meiri töffheit úr dýraríkinu…

…og enn meira, þessir stakar eru líka skemmtilegir…

…mér finnst þessi vera svo flott, svo töff í eldhúsgluggann t.d. tvö saman…

…ég elska fallegt gervigreni og þetta með snjónum er hreint æðislegt…

…gullfallegar Maríur…

…og fleiri falleg hvít hús og lítil hreindýr….

…og auðvitað stærri líka…

…yndisleg kertaglös…

…og þessar helstu nauðsynjar, eins og jólasnjórinn og lítil tré til skreytinga…

…fallegir velúrborðar í nokkrum breiddum og litum, og á frábæru verði…

…og það voru svo margar sem sá að ég fékk mér kveikjara um daginn sem er hægt að endurhlaða með USB snúru og ég sá að álíka fást einmitt í Byko…

…svo fallegar kertaluktir, en gætu líka verið vasar fyrir gerviblóm…

…fallegar vasar…

…töff hreindýr, eflaust mætti fita þau smá 😉

…falleg silfurkeilutré…

…og gordjöss kökudiskar á fæti…

…ég er alveg sjúk í þennan vasa…

…sifurgreinar til skreytinga…

…fallegir löberar…

…himnesk lítil kertaglös…

…og þessar seríur eru svo flottar, næstum eins og litlir flugeldar á borðinu…

…mikið úrval af fallegum aðventuljósum…

…Lúsíulestin…

…og sérlega mikið af stílhreinum ljósum…

…svo auðvitað allt fyrir klassísku litlu jólalöndin…

…og ef þið eruð týpurnar sem viljið breyta til og fílið að vera öðruvísi á milli ára, þá er mikið úrval af alls konar fallegum litum í jólakúlunum…

…eins fannst mér þessar ljósaseríur spennandi fyrir jólatré, svona öðruvísi uppsetning á þeim…

…dásamlegar seríur…

…gullhringir til þess að gera fallega kransa…

….og gullaðventukertastjaki – mjög fallegur…

…ég er ótrúlega hrifin af öllum vírkrönsunum, og það er svo auðvelt að breyta þeim og skreyta…

getið smellt hér, til þess að skoða póstinn þegar ég gerði þennan hérna…

…ég fékk mér þennan í fyrra og mér finnst hann svo fallegur…

…en í ár þá féll ég alveg fyrir þessum hérna…

…ofur einfaldir og ekkert of stórir hringir með ledkertum, sem kveiknar á á timer, sem er alveg snilld…

…og eins tók ég einn af aðventustjökunum…

…hér setti ég bara tvær gervi eucalyptusgreinar…

…og hér síðan gervigreni, bara einfalt og fallegt…

…mér finnst þetta svo endalaust fallegt í glugga. Enda er ég farin að jólaskreyta og hlakka til þess að deila því með ykkur

Fyrir ykkur sem eruð að leita að jólagjöfum á netinu þá eru margar góðar jólagjafahugmyndir hér: https://byko.is/jolagjafahandbok

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *