…fyrst af öllu verð ég að þakka fyrir frábær viðbrögð við fyrsta þættinum. Mér barst endalaust af skilaboðum og hrósum, og var í raun bara gráti nærri allan daginn ef ég á að segja ykkur eins og er. Eina “kvörtunarefnið” sem mér barst var að margar báðu um að þættirnir væru lengri, þannig að ég tek því sem hrósi 🙂
Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 2 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2 Maraþon!
og ég mæli með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn
…í þætti númer tvö kynnumst við henni Arndísi Klöru, dásamlegri 12 ára dömu, sem langaði mikið til þess að uppfæra herbergið sitt og gera það svona “fullorðnislegra” – færa það í unglingsáttina.
Fyrir myndin af herberginu sýnir rúmið sem hún hefur átt í langan tíma og passaði vel inn í barnaherbergið hennar, en síðan þau fluttu í þetta rými þá hefur verið í raun hálfgert ójafnvægi á milli rúmsins – úr barnarýminu – og dökku húsgagnanna sem voru keypt við flutningana.
Eins hafði einn veggur verið málaður í rústrauðum lit, sem var ansi þungur í rýminu.
…og þetta herbergi var mjög ólíkt hennar “óskarýmum” en hún sendi mér þessar myndir til þess að sýna í hvaða átt hún vildi helst fara. Hennar óskir voru skírar, hún vildi hafa herbergið ljósara, léttara, meira “boho” og plöntur…
…ljós og fallegur litur skyldi fara á alla veggina. Ég ráðlagði þeim mæðgum að sækja prufur í Slippfélagið af þremur litum: Sandi eða 1/2 Sandi, Keim og Stilltum:
…og það er alltaf mikilvægt að fá prufur og setja þær inn í það rými sem þið eruð að breyta, það skiptir öllu máli. Því að litir eru svo mismunandi eftir birtuskilyrðum. Að lokum var það 1/2 Sandur sem varð fyrir valinu, en hann er einn af vinsælustu litum Slippfélagsins, ótrúlega hlýr og notalegur en alls ekki yfirþyrmandi:
…og það var mjög svo jákvætt skref fyrir Arndísi Klöru að fá að mála yfir rauða litinn sem hún var ekkert ánægð með…
…verslunarferðir og upptökur…
…ég setti svo saman mood-board sem sýnir í hvaða átt við stefndum með herbergið og þá hluti sem ég valdi saman inn í það. En einn af draumum hennar var að fá hálfgerða himnasæng og ég var ákveðin í að láta þann draum rætast:
- Marisko gardínur – Rúmfatalagerinn
- Altea ljós – Byko
- Gerviblóm – Rúmfatalagerinn
- Grænn púði
- Paris höfðagafl + botn í stíl úr sama efni – Dorma
- Tyra sængurver – Rúmfatalagerinn
- Ljósaseríur – Rúmfatalagerinn
- Bellelund stóll – Rúmfatalagerinn
- Boltze Franco vegghillur – Dorma
- Thais kommóða – Dorma
- Sommersted spegill – Rúmfatalagerinn
- Vilmer vegghilla – Rúmfatalagerinn
- Steffen ljós – Rúmfatalagerinn
- Tamholt skrifborð – Rúmfatalagerinn
- Kugleask púði – Rúmfatalagerinn
- Kastrup stóll – Rúmfatalagerinn
…og þegar allt var saman komið, þá var útkoman þessi:
…ansi hreint mikill munur á milli rýma, ekki satt?
…fyrst af öllu ber að hrósa litinum, sem er svo mjúkur og fallegur og breytti strax heilmiklu. Sjálf er ég hrifnust af því að heilmála herbergi, sérstaklega þegar þau eru svona frekar löng og mjó, eins og þetta, en það var að ýkja svo mikið lengdina að hafa einn vegginn svona dökkann eins og hann var…
…svo var það himnasængurpælingin, en ég valdi bara ömmustangir fyrir gluggana, en hins vegar settum við braut í loftið til þess að setja gardínur líka fyrir framan rúmið og fá þannig upplifunina af himnasæng – og allt í þetta fékkst í Rúmfatalagerinum…
…ljósið sem við settum yfir rúmið gerir líka svo ótrúlega mikið, en það breytir herberginu í ævintýraheim með skuggunum sem dansa um veggina þegar rökkra tekur – geggjað ljós úr Byko og þetta er minni týpan…
…við fórum í Dorma í rúmleit, því að óskin var að eignast rúm í stærðinni 120 cm og þar fundum við Paris-rúmgrindina, sem kemur í tveimur litum, og Arndís valdi sér það dekkri litinn…
…og það var ekki það eina sem var verslað í Dorma, en hringhillurnar og kommóðan fylgdu okkur líka heim….
…þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég varð glöð að finna þessa kommóðu. Mér finnst hún alveg æðisleg þarna inn. Glaðleg og funky og hreinlega gefur rýminu lit og ákveðna spennu. Þarna koma líka saman litatónarnir í rúminu sem er geggjað og þar sem skúffurnar eru í mismunandi stærðum þá var þetta frábær geymslueining fyrir teiknidótið og slíkt sem var áður í stóru, svörtu kommóðunni – sem var að öðru leyti nánast tóm. Stundum er þetta bara spurning um að endurskipuleggja sig og forgangsraða…
…hillurnar eru líka snilld. Koma þrjár saman í setti og við notuðum ekki þá stærstu. En þær eru léttar og flottar þarna inn og bara gaman að raða fallega í þær…
…á móti kemur síðan létt og fallegt skrifborð og stóll í stíl – bæði frá Rúmfó eins og áður kom fram. Stór spegill var líka MJÖG nauðsynlegur og því algjörlega sett í forgang að finna honum góðan stað og á bakvið hurðina er alltaf fín nýting á plássi sem annars ónýtist…
…grindin var gömul úr Ikea, en vegghillan fékkst í Rúmfó. Þetta var létt og þægilegt skipulag sem gerir henni kleyft að hengja upp myndir – skart – blóm eða bara hvað sem hana langar að leggja áherslur á að hverju sinni…
…lampinn er úr Rúmfó og kemur svo skemmtilega á óvart. En hausinn á honum er fastur með segli og því hægt að snúa honum þannig að hann vísi í þá átt sem hentar best. Eins er snúran svört og hvít, röndótt, og í raun bara mjög fallegur hluti af lampanum og gerir hann enn flottari – ekki oft sem ég segi það um snúrur…
…einn af auka bónusunum við himnasængina var sú staðreyna að hún faldi líka sjónvarpið eftir að við veggfestum það, algjör snilld…
…körfustóllinn úr Rúmfó gefur okkur síðan rétta boho-fílinginn þarna inn, ásamt loðnum kolli sem gerir það enn meira kózý að sitja með fætur upp og njóta þess að lesa, eða bara glápa á sjónvarpið…
….ég held að þar með sé búið að fara yfir það allra helsta. Þetta verkefni var einstaklega skemmtilegt og ekki síst vegna þess að hún Arndís Klara er alveg hreint einstök stelpa. Opin og skemmtileg, og alveg dásamleg!
Elsku Arndís Klara og Margrét Milla, takk fyrir að treysta mér fyrir þessu verkefni – mér þótti svo ótrúlega vænt um það ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Rosa flott breytinga á herbergi 🙂 Hvað er þetta herbergi stórt?
Takk – ca 4m x 2,5m ef ég man rétt 🙂
Meiriháttar flott Soffía!
Þetta herbergi gefur okkur fullt af hugmyndum 😊
Held þetta sé flottasta breyting á herbergi í heimi 🙂
Hver borgar húsgögnin?
Húsgögnin eru valin í samráði við þáttakendur sem greiða fyrir þau sjálf, með afslætti.
Svo ótrúlega fallegt og kemur akkúrat á réttum tíma fyrir okkur. Stelpurnar mínar 6 og 8 ára eru loksins að fara í sérherbergi og mig langar svo í herbergi sem eldist vel með þeim þannig að það þurfi litlar breytingar þegar þær verða unglingar.
Þessir þættir eru æðislegir, það er einhvern veginn öðruvísi að sjá og heyra hugsanaferlið á bakvið breytingarnar. Það allavega breytti minni sýn á herbergin og fær mig til að skilja betur hvernig er hægt að láta plássið líta út fyrir að vera stærra. Takk fyrir þetta, þú ert dásamleg 🙂
Þetta herbergi er dásamlegt,svo ótrúlega fallegt. Mig langar svo að vita hvar gardínubrautirnar fást.
Búin að finna þær 🙂
Æđislegt herbergi 🤩
Í einu orði “glæsilegt”
Frábært !
Vá hvað þetta er flott !
Vá hvað þettta er flott hjá þér. Þú ert meistari.
Algjört æði🙂