…um daginn kom út á netinu nýr bæklingur frá Rúmfó sem heitir Notalegt um jólin. Þar sem fæstir eru vonandi að fara í verslanir þá er það sér huggulegt að fá svona fallegar myndir af jólaskrautinu og ég ákvað að deila þessu með ykkur.
Smella hér til þess að skoða bæklinginn á netinu,
…snilldin við svona bæklinga er að þið smellið bara beint á myndirnar og fáið þá upp þá hluti sem á þeim fást. Þessar grenilengjur eru t.d. mjög fallegar og þessi gyllta lukt er æði…
…fallegt og stílhreint…
…þessir löberar eru svo fallegir, og til í nokkrum litum. Eins er loftljósið sérlega töff – smella hér til að skoða…
…þessi könglakerti eru líka geggjuð!
…Hnotubrjótarnir mættir í Rúmfó í nokkrum litum, og svo fallegt að setja þetta svona með vasa í stíl…
…mæli kannski ekki með útibaði, en luktirnar eru fallegar og skrautið í kring…
…þessar pappírskúlur eru retró og fallegar, fer súper lítið fyrir þeim í geymslu…
…mér finnst þessi tré líka sérlega falleg, næstum smá Grinch-leg – smella…
…svona kransar eru í miklu uppáhaldi hjá mér – stílhreinir og klassískir. Svo er það extra sniðugt að vera bara með ledkerti með timer, og jafnvel fjarstýringu.
Njótið dagsins ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥